Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Mynd / Limpopo
Fréttir 4. febrúar 2021

Finnskur bóndi stórgræðir á villisvínaeldi

Höfundur: ehg - Landbrugsavisen

Finnski bóndinn Johu Reinkainens er með 150 villisvín í eldi á tveggja hektara landsvæði. Hann skiptir svæðinu upp í tvennt, einn hluta fyrir gyltur og grísi og annan hluta fyrir dýr til slátrunar. Hann reynir að skapa villisvínunum náttúrlegar aðstæður en fyrir besta kjötið fær hann himinhátt verð á kílóið. 

Í austurhluta Finnlands, um klukkutíma frá rússnesku landamærunum, er Korpikarju-sveitabærinn þar sem villisvín eru alin til kjötframleiðslu. Í fyrstu var um hliðarbúgrein að ræða hjá bóndanum Johu en eftir því sem eftirspurnin jókst eftir kjöti frá honum hefur hann nýverið fjárfest í fleiri dýrum. Johu lýsir búskapnum sem einföldum þar sem villisvínin ganga frjáls á tveggja hektara svæði á sveitabænum. Hann er með 12 gyltur sem gjóta á vorin og koma á bilinu fjórir til sex grísir úr hverju goti. Dýrin eru heilsuhraust og hefur Johu afar sjaldan þurft að ráðfæra sig við dýralækni. Villisvínin lifa að mestu á korni og heyi.

Upp undir 9 þúsund krónur á kílóið

Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd upp í 80 kíló en eftir þann tíma segir Johu nást hið ekta villibragð sem viðskiptavinir hans leita eftir. Johu slátrar sjálfur gripunum og hefur til þess tilskilin leyfi og vottanir. Kjötverðið frá bænum er á bilinu 5.922 til 8.736 krónur íslenskar en fyrir villisvínahakk er kílóverðið 3108 krónur íslenskar. 

Villisvínaævintýri Johu er þó ekki áhyggjulaust því afrísk svínapest hefur nú þegar greinst í Rússlandi og nýleg tilfelli í Þýskalandi krefjast varkárni. Juho er með tveggja metra háa rafmagnsgirðingu í kringum stofninn sinn sem er grafin 40 sentímetra niður í jörðina. Hann er alltaf á vakt gagnvart smitleiðum og hefur neyðst til að skjóta villisvín utan girðingar á landareign sinni. 

Skylt efni: Finnland | villisvín

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...