Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða möguleikann á að ganga til samnings um kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið er sagt geta hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti.

Þar segir einnig að forsenda fyrir því að til álita kæmi að ganga til kaupa á Hótel Sögu er að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum. Kostnaður við kaupin er talinn vera um fimm milljarðar króna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að Bændasamtök Íslands og ríkisvaldið hafi átt í viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands undanfarnar vikur.

„Eins og kemur fram í frumvarpinu er gerður fyrirvari um að kaupin verði á ásættanlegu verði fyrir ríkið og viðræður í gangi um það og hvað sé verið að kaupa. Við eru að skilgreina hvaða lausamunir muni fylgja húsinu og það hefur tekið tíma fyrir Háskólann að gera það upp við sig hvað þeir vilja fá.

Að öllum líkindum mun Félagsstofnun stúdenta fá hluta hússins til umráða og Háskólinn restina og ekki enn ljóst hvað þessir aðilar vilja hafa í húsinu við afhendingu.

Ég ítreka að kaupin eru enn á umræðustigi og ekki komin á blað enn.“ Gunnar segir að Bændasamtökin hafi leitast eftir að vera í húsinu í að minnsta kosti ár gangi kaupin eftir og hefur Háskólinn tekið vel í það.

Skylt efni: Hótel Saga | fjárlög 2020

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...