Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skútustaðir við Mývatn. Soffía Kristín Björnsdóttir stundar þar ferðaþjónustu meðfram blönduðum búskap.
Skútustaðir við Mývatn. Soffía Kristín Björnsdóttir stundar þar ferðaþjónustu meðfram blönduðum búskap.
Fréttir 27. júní 2023

Fjölgun bænda í ferðaþjónustu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Færst hefur í aukana að þeir sem standa í búskap færi sig yfir á vettvang ferðaþjónustu.

Einar Freyr Elínarson.

Samkvæmt mælingum Hagstofunnar er hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2022 áætlaður 6,1% samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum ferðaþjónustureikninga samanborið við 3,9% árið á undan og því ljóst að þessi atvinnugrein er síður en svo að dala.

Félag ferðaþjónustubænda vinnur að sameiginlegum hagsmunum þeirra er selja hvers konar ferðaþjónustu á landsbyggðinni með ábyrga ferðaþjónustu að leiðarljósi, og samkvæmt Einari Frey Elínarssyni, ritara félagsins og sveitarstjóra Víkur í Mýrdal, er þess að gæta hversu mikill fjöldi erlendra ferðamanna heimsækir landið til móts við aðbúnað og umfang opinberrar þjónustu.

Einar tekur stöðuna á sínum heimabæ og segir ljóst að þar fái utanaðkomandi aðilar ekki gistingu fyrr en í fyrsta lagi í nóvember, svo þétt sé setið um gistipláss. Pantanir hafa þegar borist fyrir sumarið 2024 og er nær lagi að allt sé að fyllast. Gríðarlega mikil traffík sem fór í raun af stað hraðar eftir Covid en nokkur þorði að vona. Um 900 íbúar séu í sveitarfélaginu en nokkur þúsund manns njóti gistinátta á svæðinu sem er afar vinsælt.

Þriðja kynslóð ferðaþjónustu

Einar er ekki ókunnur atvinnugreininni en fjölskylda hans hefur í rúm fjörutíu ár rekið ferðaþjónustu á bænum Sólheimahjáleigu, amma hans og afi ein fyrstu ferðaþjónustubænda á landinu. Sjálfur tók hann við keflinu um tíma en hefur nú nógu að sinna í sveitarstjórnarstörfum.

„Þetta var ákveðin bylting í sveitinni hjá okkur, segir Einar, það eru ljós á öllum bæjum og mörg tækifæri bæði hvað varðar afþreyingu jafnt sem gistingu. Mjög margir bæir í þessari sveit hafa flutt sig úr hefðbundnum búskap og byggt upp einhvers konar ferðaþjónustu.“

Hversu hátt hlutfall tekna hvers bús fyrir sig er honum ekki fullljóst en aðspurður segist hann persónulega hafa einhverja hugmynd um hver sín eigin staða sé. Hins vegar vilji hann ekki einblína á þá tölu heldur njóta þess búreksturs og þeirra skepna sem hann heldur, það séu um 250 fjár, ekki síst vegna áhuga og hugsjónar er kemur að því að nýta landið á jákvæðan hátt.

Óhefðbundinn búskapur algengari en ella

Meðstjórnandi Félags ferðaþjónustubænda, Soffía Kristín Björnsdóttir frá Skútustöðum við Mývatn, tekur í sama streng hvað varðar mikinn fjölda ferðamanna og fullbókað sumar auk bókana fyrir komandi sumar að ári.

Soffía og fjölskylda hennar standa í búskap meðfram ferðaþjónustunni, eiga líkt og fjölskylda Einars 250 kindur, þá hænur og 25 mjólkurkýr, enda framleiða þau og reka ísbúð á staðnum. Að sama skapi hefur fjölskylda Soffíu verið lengi í óhefðbundnum búskap, en foreldrar hennar hófu ferðaþjónustu á Skútustöðum árið 1989.

Soffía telur skipta máli nú orðið – á landsvísu – að reka ferðaþjónustu samhliða búskap enda telji virkilega þegar kemur að innkomunni. Hún sér ákveðna aukningu í þessari grein árlega, og í kringum sig fleiri en færri sem hafa nú þegar tekið skrefið í gistibransanum eins og hún orðar það.

Það má því álíta að horfur séu á enn frekari vöntun og jafnframt aukningu gistirýma á komandi árum, auk þess sem annar vettvangur ferðaþjónustu á borð við afþreyingu vindi enn upp á sig. Er rétt að líta til þess, ef áhugi er á að stökkva á vagninn, að kynna sér lög og reglur Félags ferðaþjónustubænda, en þær má finna á vefsíðu félagsins.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...