Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2024

Fjórum sinnum tvíkelfd

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kýrin Ræma frá Miðdal í Kjós er einstaklega frjósöm og hefur átt tíu kálfa í sex burðum.

Hafþór Finnbogason, bóndi í Miðdal, segir tíðni tvíkelfinga hafa verið óvenju mikla hjá sínum kúm síðustu ár, eða 8,3 prósent. Fremur sjaldgæft sé að kýr beri tveimur kálfum í einu og vísar hann til BS ritgerðar frá LbhÍ frá 2021 sem sýndi fram á að tíðni tvíkelfingsburða væri á bilinu 1,40 til 1,96 prósent á árunum 2009 til 2019.

Ræma hefur farið í gegnum sex meðgöngur og í síðustu fjögur skipti átti hún tvíkelfinga. Þetta eru því samtals tíu kálfar, en níu af þeim fæddust lifandi. Tvisvar fæddust tvö naut, en í hin tvö skiptin naut á móti kvígu. Þær kvígur reyndust báðar ófrjóar, sem er nær algilt þegar þær eru tvíkelfingar á móti nauti.

Ræma er jafnframt mjög frjósöm í þeim skilningi að hún hefur haldið jöfnum burðartíma. Fyrsta kálfinn átti hún í lok nóvember 2018 og nú síðast komu tveir á nýársdag. Ræma er fædd í maí 2016 og er undan heimanauti út af Ófeigi 02016, en móðurfaðir hennar er Djass 11029. Hún hefur reynst heilbrigð og mjólkað að jafnaði yfir búsmeðalt

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...