Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2024

Fjórum sinnum tvíkelfd

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kýrin Ræma frá Miðdal í Kjós er einstaklega frjósöm og hefur átt tíu kálfa í sex burðum.

Hafþór Finnbogason, bóndi í Miðdal, segir tíðni tvíkelfinga hafa verið óvenju mikla hjá sínum kúm síðustu ár, eða 8,3 prósent. Fremur sjaldgæft sé að kýr beri tveimur kálfum í einu og vísar hann til BS ritgerðar frá LbhÍ frá 2021 sem sýndi fram á að tíðni tvíkelfingsburða væri á bilinu 1,40 til 1,96 prósent á árunum 2009 til 2019.

Ræma hefur farið í gegnum sex meðgöngur og í síðustu fjögur skipti átti hún tvíkelfinga. Þetta eru því samtals tíu kálfar, en níu af þeim fæddust lifandi. Tvisvar fæddust tvö naut, en í hin tvö skiptin naut á móti kvígu. Þær kvígur reyndust báðar ófrjóar, sem er nær algilt þegar þær eru tvíkelfingar á móti nauti.

Ræma er jafnframt mjög frjósöm í þeim skilningi að hún hefur haldið jöfnum burðartíma. Fyrsta kálfinn átti hún í lok nóvember 2018 og nú síðast komu tveir á nýársdag. Ræma er fædd í maí 2016 og er undan heimanauti út af Ófeigi 02016, en móðurfaðir hennar er Djass 11029. Hún hefur reynst heilbrigð og mjólkað að jafnaði yfir búsmeðalt

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...