Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eintakið sem Wallace fann um miðja nítjándu öld.
Eintakið sem Wallace fann um miðja nítjándu öld.
Mynd / zoologicallyobsessed.com
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaður Charles Darwin, óvenjustórri flugu sem hann fann á eyjunni Bacan sem tilheyrir Maluku-eyjaklasa Indónesíu.

Vallance varðveitti eitt kvenkyns­ eintak og lýsti því sem óvenju stórri svartri og vespulíku skordýri með stóra og sterklega kjálka eins og hjartarbjalla. Paddan, sem hlaut heitið risa byflug Wallace, Megachile pluto, er fjórum sinnum stærri en venjuleg humla og með allt að 64 millimetra vænghaf.

Lengi von á einum

Lítið fór fyrir flugunni eftir að Wallace lýsti henni og rúm öld leið þar til henni var lýst aftur.

Árið 1981 fannst eitt bú ekki langt frá staðnum sem Wallace fann fluguna sem hann greindi en síðan hvarf hún af sjónarsviðinu. Jafnvel var talið að tegundin væri útdauð í kjölfar skógareyðingar vegna ræktunar olíupálma.

Svo skaut flugunni upp aftur þegar tvö dauð eintök af henni fundust á safni í Hollandi og hafði þeim verið safnað 1991. Sama ár voru svo tvö dauð eintök boðin söfnurum til sölu.

Fréttirnar um dauðu eintökin þóttu bæði góðar og slæmar. Það var jákvætt að paddan hafði fundist árið 1991 en neikvætt að öll eintökin voru dauð.

Bú finnst

Árið 2019 var gerður út leiðangur til að finna fluguna og eftir að hafa sýnt innfæddum mynd af henni leiddu þeir leiðangursmennina að búi skammt frá þorpinu. Fljótlega kom í ljós að innfæddir höfðu alltaf vitað af henni enda ekki auðvelt að verða ekki var við hana vegna stærðarinnar. Heiti hennar á máli innfæddra er raja ofu, eða flugnahöfðinginn.

Safnarar greiða hátt verð

Eftir að búið fannst hafa skordýrasafnarar boðið hátt verð í eintök af heillegum flugum enda er hún á lista yfir tegundir í bráðri útrýmingarhættu. Að minnsta kosti eitt eintak af henni hefur verið selt fyrir jafngildi einnar og hálfrar milljónar króna.

Skylt efni: fluga | padda

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...