Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hjónin Jonathan Moto Bisagni og Ida Feltendal hófu í lok janúar innflutning á fersku lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum til landsins frá Danmörku með Norrænu í hverri viku undir merkjum fyrirtækisins Austurlands Food Coop.
Hjónin Jonathan Moto Bisagni og Ida Feltendal hófu í lok janúar innflutning á fersku lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum til landsins frá Danmörku með Norrænu í hverri viku undir merkjum fyrirtækisins Austurlands Food Coop.
Fréttir 12. ágúst 2020

Flytja inn 1 tonn á viku af lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum með Norrænu

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Hjónin Jonathan Moto Bisagni og Ida Feltendal hófu í lok janúar innflutning á fersku lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum til landsins frá Danmörku með Norrænu í hverri viku undir merkjum fyrirtækisins Austurlands Food Coop. Í fyrstu var um 250 kíló að ræða vikulega en fljótlega vatt það upp á sig og nú flytja þau inn eitt tonn. Markmið þeirra er að bæta matarmenninguna á Austurlandi en einnig hafa þau fært út kvíarnar og halda svokallaða pop-up markaði reglulega í Reykjavík sem njóta mikilla vinsælda.

„Upphaflega hugmyndin var að stofna svona coop-samvinnuverkefni með ferskt grænmeti og ávexti en það er erfitt hér á Austurlandi. En það er kannski ekki svo auðvelt svo þetta hefur þróast út í að fólk getur pantað sér kassa og þetta hefur undið alveg ótrúlega upp á sig á stuttum tíma. Þetta er búið að vera mjög áhugavert ferli en um leið algjör rússíbani,“ segir Jonathan.

Á markaði á dögunum við Skúlagötu í Reykjavík seldu hjónin vörur sínar undir merkjum Austurlands Food Coop ásamt fleirum.

Mikill munur gæða og úrvals milli landshluta
Í hverri viku er markaður á Seyðisfirði með ávexti og grænmeti hjá hjónunum sem flytja inn vörur með Norrænu. Fyrir um mánuði síðan byrjuðu þau einnig að bjóða upp á svokallaða pop-up-markaði á Höfuðborgarsvæðinu.
„Ég kom hingað til Íslands til að starfa sem kokkur með að opna sushi-staðinn Norðaustur sushi á Seyðisfirði. Fljótlega skildi ég ekki af hverju það var svo erfitt að fá grænmeti af góðum gæðum. Þannig byrjaði þetta verkefni hjá okkur hjónunum en aðalmarkmiðið var að metta markaðinn á Austurlandi. Það er alveg dagur og nótt á milli úrvals og gæða af grænmetinu og ávöxtum hér úti á landi eða í Reykjavík, það er ekki hægt að líkja því saman,“ útskýrir Jonathan og segir jafnframt:
„Við reynum að fá svæðisbundnar vörur en það sem hefur verið mesta hindrunin hérlendis er verð á flutningum. Við erum að greiða jafnmikið fyrir að flytja 2-300 kíló hér innanlands eins og heilt tonn með Norrænu frá Danmörku sem er í raun undarlegt. Í byrjun hafði ég samband við vottunarstofuna Tún sem sendu mér upplýsingar um alla lífræna ræktendur hérlendis. Þegar ég hafði samband við framleiðendur fann ég strax að tungumálaerfiðleikar voru hamlandi þar sem ég tala ekki góða íslensku enn þá og því var erfitt að ná samtali við íslenska bændur. En ég óska einmitt eftir því að komast í samband við fleiri bændur hérlendis.“

Um 400 kassar á viku
Hugsun Jonathan og konu hans er að hafa gæðavörur og fjölbreytileika. Þau fá vikulega sendingar með Norrænu frá Danmörku en vörurnar koma líka frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og víðar að.
„Mest af vörunum kemur frá Danmörku eða um helmingur þeirra og hátt í 80 prósent eru lífrænt ræktaðar vörur. Við bjóðum fólki upp á vörur í kössum og þegar mest var afgreiddum við um 400 kassa á viku. Fólk er þá búið að panta og fær vöruna til sín daginn eftir að hún kemur til landsins. Við höfum verið með markað á Seyðisfirði í hverri viku sem hefur verið vel tekið. Einnig höfum við þjónustað hótel og veitingastaði á svæðinu. Fljótlega stefnum við á að opna verslun á bensínstöð Orkunnar á Seyðisfirði til að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur.“
Í kjölfar kórónufaraldursins kom sú hugmynd að opna markað einnig á höfuðborgarsvæðinu og er nú haldinn vikulega á fimmtudögum að Skúlagötu 13.
„Það voru náttúrlega allir lokaðir heima hjá sér og við fengum fleiri og fleiri pantanir. Þá byrjuðum við á heimsendingum í Reykjavík og gerðum samning við Flugfélag Íslands og afhendum um 30 kassa á viku á Höfuðborgarsvæðinu. Þannig að fólk hefur tekið því vel að geta fengið kassa með lífrænt ræktuðum vörum á hagstæðu verði. Hugmyndin með að koma til Reykjavíkur er líka að vera nær fleiri framleiðendum. Einnig viljum við kaupa matvörur sem eru ekki ræktaðar hér eða erfitt er að fá þær hérlendis. Það vantar meiri fjölbreytni inn á markaðinn og við reynum að kynna nýjar vörur til að sanna fyrir ræktendum að fólk kann að meta það.

Sjá má nánar um verkefnið á https://www.facebook.com/austurlandsfoodcoop/

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...