Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni
Fréttir 7. desember 2017

Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífland hefur innkallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánudag. Líklega er um fót af dádýri að ræða.

Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráðstöfun hefur fyrirtækið innkallað alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu.

Lífland tilkynnti Matvælastofnun síðla mánudags um að alifuglabóndi hefði fundið fót af klaufdýri í innfluttum spæni sem hann var að dreifa í tómu alifuglahúsi.

Á heimasíðu Mast segir að spænirinn hafi verið fjarlægður, húsið þvegið og sótthreinsað. Í kjölfarið og í samráði við stofnunina brást Lífland við og stöðvaði dreifingu á spæni úr viðkomandi gámi. Hringt var í þá aðila sem vitað var að hefðu keypt úr gáminum og varan innkölluð.

Ein hestavöruverslun á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið spæni úr viðkomandi sendingu sem hún hafði í almennri sölu. Nokkurn tíma tók að hafa uppi á öllum kaupendum, en í morgun náðist í þann síðasta.

Aðeins sex eigendur höfðu borið spæninn undir hross og einn þeirra undir sauðfé að auki. Hafa þeir nú hreinsað viðkomandi stíur samkvæmt leiðbeiningum frá Matvælastofnun.

Hverfandi líkur eru taldar á að smit hafi borist í dýr hér á landi við þetta atvik, en þó verður eftirlit með heilsufari dýranna sem komust í snertingu við spæninn aukið næstu vikurnar.

Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum frá dýraheilbrigðisyfirvöldum í Svíþjóð um sjúkdómastöðu í hjartardýrum þar í landi. Samkvæmt fyrstu svörum er ekki vitað um alvarlega smitsjúkdóma í þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá sænska fyrirtækinu er framleiðslulínan lokuð og með þannig tækjabúnaði að fóturinn sem fannst hafi ekki geta farið þar í gegn, því telur fyrirtækið að honum hafi verið komið fyrir og að um skemmdarverk sé að ræða í verksmiðjunni. Málið er rannsakað sem slíkt í Svíþjóð.
 

Skylt efni: innflutningur | dádýr | spæni

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...