Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grænmeti ræktað í ull og án hennar.
Grænmeti ræktað í ull og án hennar.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 29. september 2022

Fræ látin spíra í ull og útigrænmeti ræktað í ull

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

María Dís Ólafsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir vinna saman að skemmtilegu nýsköpunarverkefni sem kallast Snoðbreiðan. Verkefnið var fyrst þróað í tengslum við Ullarþon vorið 2021 og vann það í þeim flokki sem það var tilnefnt í.

María Dís Ólafsdóttir lífverkfræðingur er eigandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins AMC ehf., sem er meðal annars að þróa nýjar sútunarlausnir fyrir roð.

Fyrir skömmu hlutu þær þær stöllur þriggja milljóna króna styrk út Matvælasjóði fyrir verkefnið, sem kallast Ræktunarlausnir með snoði.

Ræktunarrenningar úr snoði

María segir að hugmyndin með snoðinu sé meðal annars að útbúa ræktunarrenninga fyrir garðyrkjubændur sem eru með útiræktað grænmeti.

„Við þekkjum öll að íslensk veðurfar er erfitt. Vorhret geta verið slæm fyrir ræktun og erfitt er fyrir bændur að spá fyrir um hvenær óhætt sé að sá úti. Sumrin eru eins misjöfn og þau eru mörg og svo kemur haustið stundum óþarflega snemma. Því er óhætt að segja að grænmetisræktun utandyra á Íslandi getur verið eins og að spila í lottóinu. Með því að bjóða upp á ræktunarrenninga væri hægt að gefa greininni hjálparhönd og vonandi smá stöðugleika,“ segir María.

Ull sem jarðvegsþekja til að athuga hvort illgresi vaxi upp í gegnum ullina.
Atvinnuskapandi verkefni

Ræktunarrenningarnir eru búnir til úr snoði, en það er ull sem ekki er nýtt á Íslandi eins og staðan er í dag. Því er verkefnið að loka þeirri hringrás og nýta þessa hliðarafurð sem í dag er seld óunnin úr landi. Einnig er verkefnið atvinnuskapandi, sérstaklega á landsbyggðinni, og styður það við fjölbreytt störf í landbúnaði.

Til mikils að vinna

Verkefni Kristínar og Maríu tengist nýsköpun á matvælasviði á tvennan hátt. Bæði er verið að nýta snoð, sem er hliðarafurð sauðfjárræktar og einnig er varan forræktunarlausn fyrir grænmetisbændur.

Verðmætasköpunin felst í atvinnusköpun og einnig að skapa meiri verðmæti fyrir grænmetisbændur með aukinni uppskeru og hífa upp verð á snoði til sauðfjárbænda. „Því miður á íslenskt grænmeti stundum undir högg að sækja vegna hærra verðs og sveiflna í uppskeru, miðað við erlent grænmeti. Því er til mikils að vinna að leita hagkvæmnilausna í íslenskri grænmetisræktun,“ segir María.

Ull klippt í búta og grafin. Einn bútur verður grafinn upp árlega og vigtaður. Með þessu má reikna hversu hratt ullin brotnar niður í íslenskri náttúru.

Fræ spíra í ull

Meðal tilrauna sem Snoðbreiðan hefur gert eða er að vinna í er að láta fræ spíra í ull og rækta útigrænmeti í ull. Einnig hefur ull verið lögð í nokkur brött og grýtt svæði til að kanna hvernig hægt sé að nýta ullina í landgræðslu. Einnig er búið að grafa niður ull, sem verður grafin upp einu sinni á ári næstu fimm árin til að meta hraða a niðurbroti hennar. Áætlað er að verkefninu Ræktunarlausnir með snoði ljúki haustið 2023.

 

Skylt efni: ullarræktun

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...