Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heimatún Hofstaða. Bæjarhúsið efst til hægri og útihús til vinstri. Uppgrafinn víkingaaldarskáli sést neðanvert til hægri og miðaldakirkjugarður til vinstri
Heimatún Hofstaða. Bæjarhúsið efst til hægri og útihús til vinstri. Uppgrafinn víkingaaldarskáli sést neðanvert til hægri og miðaldakirkjugarður til vinstri
Mynd / Þingeyjarsveit
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fornleifafræði, minjaverndar og menningarferðaþjónustu.

Á fræðasamfélagið að vera að Hofstöðum og stendur til að bjóða þar upp á fjölbreytt námskeið á meistara- og doktorsstigi. Jafnframt verður þar aðstaða til þverfaglegra vettvangsrannsókna, tilrauna og þróunar til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar.

Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kemur fram að vettvangsakademían sé samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Minjastofnunar. Hún hlaut á dögunum styrk upp á 30,9 milljónir króna úr Samstarfi háskóla fyrir árið 2023 en það miðar að því að auka gæði háskólanáms og samkeppnishæfni háskólanna. Á Hofstöðum hafa verið stundaðar fornleifarannsóknir samfellt í hartnær öld. Þar hefur m.a. fundist skáli frá víkingaöld, miðaldakirkja og -kirkjugarður. Í akademíunni mun m.a. gefast færi á vettvangsnámi í fornleifafræði.

Seigla í Þingeyjarsveit

Fleira er á döfinni í Þingeyjarsveit. Nokkuð hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu undanfarið, einkum raðhús og parhús, en íbúar sveitarfélagsins voru í janúarbyrjun 1.467 og hafði þá fjölgað um 67 yfir undangengið ár. Sveitarstjórn stefnir á áframhaldandi uppbyggingu enda mikil fjölgun í sveitarfélaginu, að sögn Ragnheiðar J. Ingimarsdóttur sveitarstjóra.

„Nýlega fékk Þingeyjarsveit afhentar fjórar nýjar íbúðir og eru fleiri í byggingu, bæði fyrir sveitarfélagið og einnig stefna Jarðböðin á uppbyggingu tíu íbúða, fimm klárast fyrir vorið og fimm svo árið eftir. Einnig koma tvær íbúðir í eigu Bríetar á Laugum í útleigu undir vorið. Þá eru einkaaðilar jafnframt að byggja,“ segir Ragnheiður.

Nýtt stjórnsýsluhús, Seigla, verður tekið í notkun innan tíðar en verið er að bæta húsið að innan og utan. Um er að ræða hinn gamla Litlu-Laugaskóla í Reykjadal. Eru verklok áætluð í ágúst nk. Húsið mun eiga að vera suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir, líkt og Gígur í Mývatnssveit.

Þá er sveitarfélagið að fara í endurhönnun á leikskólanum Tjarnaskjóli í Stórutjarnaskóla.

Fleiri í framkvæmdahug

Unnið er að stækkun Jarðbaðanna í Mývatnssveit og verður baðlónið stækkað og byggð ný 2.700 fm aðstöðubygging. Eldri hús verða aflögð. Stefnt er að framkvæmdalokum vorið 2025.

Landsvirkjun áætlar svo að bjóða út 45 MW stækkun jarðgufuvirkjunar að Þeistareykjum síðar á árinu en í slíkri stækkun felst að bæta við þriðju vélinni. Stöðin var tekin í gagnið 2017–18 með 90 MW og er talið að svæðið beri allt að 200 MW virkjun.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...