Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frakkar hyggjast ganga gegn vilja Evrópusambandsins
Mynd / Genetic Literacy Project
Fréttir 13. september 2017

Frakkar hyggjast ganga gegn vilja Evrópusambandsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Frakkland undirbýr nú að ganga gegn áformum Evrópu­sambandsins um að endurnýja heimildir til notkunar á eiturefninu glýfósati í landbúnaði um næstu áramót. Ástæðan er hversu hættulegt efnið geti verið fyrir heilsu manna. 
 
Framtíð glýfósats er því óviss, en það er virka efnið í gróðureyðingarefninu Roundup sem framleitt er af Monsanto. Roundup er vel þekkt hérlendis þótt notkun þess í landbúnaði hafi verið sáralítil. 
 
Áhyggjur af skaðsemi glýfósats
 
Auknar áhygg­j­­­­­­ur hafa verið víða um lönd út af mögu­legum skaða sem notkun á gróður­eyð­ingarefnum sem innihalda glýfósat geta valdið. Frétta­stofa Reuters greindi frá því 1. september að frönsk umhverfis­málayfirvöld hafi í hyggju að greiða atkvæði gegn endurnýjun heimildar á notkun slíkra efna. Til stóð að innleiða bann við notkun þeirra í júní í fyrra en því var frestað og heimild til notkunar þeirra framlengd tímabundið. 
 
Gríðarlegir peningahagsmunir
 
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi bæði hvað varðar að hámarka uppskeru með því að eyða „illgresi“ á nytjajurtaökrum og augljóslega eru fjárhagslegir hagsmunir framleiðenda efnanna mjög miklir. 
 
Breskir bændur þrýsta á um áframhaldandi heimild
 
NFU-samtök bænda í Englandi og Whales hafa lagt áherslu á að áfram verði heimilað að nota gróðureyðingarefni sem innihalda eiturefnið gýfósat. Hafa samtökin farið fram á að leyfi verði endurnýjað til 15 ára. Um 55 þúsund breskir bændur standa að NFU og telja þeir að ef bann verði sett á efni eins og Roundup, þá muni þeir ekki verða samkeppnishæfir við bændur í öðrum löndum hvað framleiðni varðar. Þykir þessi afstaða skjóta nokkuð skökku við í allri umræðu um heilsusamlega framleiðslu. Einnig mikilla upplýsinga um skaða sem efnin hafa valdið, m.a. bændum í löndum eins og Indlandi.  Það vakti því töluverða athygli þegar Evrópska efnafræðistofnunin (European Chemicals Agency - ECHA) og evrópsk fæðuöryggisyfirvöld (European Food Safety Authority - Efsa), komust að þeirri niðurstöðu í fyrravor að glýfósat væri „ekki hættulegt efni“. Talað var um að þessi niðurstaða hafi verið pöntuð af yfirvöldum til að þeim væri stætt á að framlengja heimildir til notkunar efnisins. Það styður þá kenningu að alþjóðlega krabbameinsrannsóknarmiðstöð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna WHO hafði áður komist að þveröfugri niðurstöðu. Sem sagt að glúfósat væri líklega krabbameinsvaldandi. 
 
Menn geta velt því fyrir sér af hverju þessir menn séu varðir í bak og fyrir við að úða gróðureyðingarefni ef glýfósat  er hættulaust. Mynd / Center for food safety
 
Andstæðingar notkunar þessara gróðureyðingarefna hafa farið mikinn á netmiðlum og hvatt bændur til að rökstyðja nauðsyn þess að nota slík eiturefni. Þau segja m.a. að glýfosat eigi stóran þátt í gríðarlegri aukningu á glútenofnæmi hjá fólki og alvarlegum sjúkdómum því tengdu.  
 
Samtök bænda hafa gert myndband til að rökstyðja sína afstöðu.  Þar lýsir Jeff Powel, bóndi og fulltrúi í NFU,  því hvernig þeir úði akra sína í tvígang með eiturefninu áður en þeir sá í þá korni. Þannig segist hann hafa hemil á illgresi sem kallað er „Black grass“. Hann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef hann fái ekki heimild til að nota glýfósatið áfram. Í sama streng tekur bóndinn Anthony Aston, sem líka er fulltrúi í NFU, sem og fleiri bændur í myndbandinu.   
 
Tvísýnt um áform ESB
 
Ljóst er að mjög vaxandi andstaða er í Evrópu við notkun hvers konar eiturefna í landbúnaði. Eggjaskandallinn í Hollandi nýverið hefur ýtt mjög undir þá andstöðu. Það getur því orðið tvísýnt um hvort Evrópusambandinu tekst það ætlunarverk sitt að framlengja heimild til notkunar á glýfósati. Líklega mun það ráðast af afstöðu Þjóðverja á Evrópuþinginu í haust.  

Skylt efni: glýfosat

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram
Fréttir 14. apríl 2025

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram

Hvítlauksbændurnir hjá Dalahvítlauk hafa á undanförnum mánuðum þróað tvær nýjar ...

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar
Fréttir 14. apríl 2025

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar

Líkt og fram kom í forsíðufrétt síðasta tölublaðs Bændablaðsins, er ekkert eftir...

Nýtt smit gæti borist
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla...

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...