Framkvæmdastjóraskipti Sambands garðyrkjubænda
Stjórn Sambands garðyrkjubænda og Bjarni Jónsson framkvæmdarstjóri þess, hafa gert með sér samkomulag um starfslok hans. Hann mun láta af störfum hjá SG 15. janúar 2015.
Bjarni hefur starfað fyrir garðyrkjubændur sl. 7 ár. Á þeim tíma hafa verið stigin mörg
framfaraskref í ýmsum hagsmunamálum garðyrkjunnar hér á landi. Stjórn SG þakkar Bjarna samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Í hans stað hefur verið ráðin Katrín María Andrésdóttir, viðskiptafræðingur, en hún hefur m.a. starfsreynslu á sviði sveitastjórnamála og gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Stjórn SG býður hana velkomna til starfa.