Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Framleiðsla undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“ komin á fullt

Höfundur: smh

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar kynnti nýja vörulínu síðastliðið vor, þar sem hráefnið var íslenskt vaðmál. Jakkaföt, vesti og sixpensarar var þá markaðssett undir vörumerkinu  „Icelandic Tweed“. Nú er þessi fatnaður kominn í stöðuga framleiðslu og má því segja að í fyrsta skipti í tæp 50 ár sé nú stöðug framleiðsla á íslensku vaðmáli til framleiðslu á fatnaði.

Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður hjá framleiðsludeild Kormáks & Skjaldar og umsjónarmaður  vaðmálsframleiðslunnar, segir að nú sé allt farið á fullt í framleiðslunni. „Bæði erum við að framleiða flíkur og fygihluti en einnig seljum við efni í metravís með fókus á áklæði fyrir húsgögn. Við erum einmitt með afurðirnar á sýningunni 100% Ull á Hönnunarsafninu,“ segir Gunnar.  

Jakkafatajakkinn Geirharðsson úr íslensku vaðmáli.

Íslensk ull ofin í Austurríki

Að sögn Gunnars kemur ullin frá sauðfjárbændum víðs vegar á Íslandi, ullarbandið sé spunnið af Ístex en síðan þarf að senda það til Austurríkis til að vefa úr því vaðmálið. Hann segir að enn vanti tæki og þekkingu svo allt framleiðsluferlið geti verið hér á landi, eins og tíðkaðist áður fyrr.

Ullin í íslenska vaðmálinu er í grunnlitunum fjórum; mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjóru litum er hannað úrval mynstra þar sem litunum er blandað saman og mynda síðan heildstæða línu.  

Litirnir sem unnið verður með undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...