Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Mynd / ghp
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. nóvember 2025.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið hafi upplýst eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að það hyggist fresta gildistöku breytingareglugerðar um merkingu búfjár því ljóst þyki að bændur þurfi meiri tíma til að aðlagast kröfum um einnota merki. Frekari framlenging mun þó ekki koma til skoðunar.

Ekki skylda að örmerkja

Bændum hefur verið heimilt að nota sömu merki aftur eftir að þau væru þvegin og sótthreinsuð. Matvælastofnun tilkynnti hins vegar í maí 2023 að endurnýting eyrnamerkja í eyru búfjár yrði óheimil frá 1. júlí nk., eftir að ESA gerði athugasemd við slíka endurnýtingu í úttekt.

ESA þótti heimildin í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Íslenskum bændum er ekki skylt að örmerkja sauðfé á grundvelli EES-reglna þar sem fjöldi lifandi fjár er undir 600.000, skv. undanþáguákvæði í reglugerð ESB sem Ísland hefur innleitt. Bændum ber þó að merkja ásetningsfé með forprentuðu plötumerki í eyra og verður slíkt merki að vera einnota frá 1. nóvember 2025.

Undanþága ekki möguleg

Matvælaráðuneytið hefur fundað með Bændasamtökum Íslands þar sem farið hefur verið yfir það að ráðuneytið muni gera það sem mögulegt er innan þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist með EES-samningnum til að auðvelda bændum að merkja sauðfé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru með sem minnstum tilkostnaði.

Það er meðal þess sem kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um endurnýtingu örmerkja.

Njáll Trausti spurði meðal annars hvaða áhrif það hefði ef á Íslandi yrði áfram leyfð endurnýting örmerkja í sauðfjárbúskap.

Í svari matvælaráðherra segir að ef Ísland stendur ekki við þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist gæti það leitt til þess að ESA opni brotamál gagnvart Íslandi.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...