Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Mynd / ghp
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. nóvember 2025.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið hafi upplýst eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að það hyggist fresta gildistöku breytingareglugerðar um merkingu búfjár því ljóst þyki að bændur þurfi meiri tíma til að aðlagast kröfum um einnota merki. Frekari framlenging mun þó ekki koma til skoðunar.

Ekki skylda að örmerkja

Bændum hefur verið heimilt að nota sömu merki aftur eftir að þau væru þvegin og sótthreinsuð. Matvælastofnun tilkynnti hins vegar í maí 2023 að endurnýting eyrnamerkja í eyru búfjár yrði óheimil frá 1. júlí nk., eftir að ESA gerði athugasemd við slíka endurnýtingu í úttekt.

ESA þótti heimildin í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Íslenskum bændum er ekki skylt að örmerkja sauðfé á grundvelli EES-reglna þar sem fjöldi lifandi fjár er undir 600.000, skv. undanþáguákvæði í reglugerð ESB sem Ísland hefur innleitt. Bændum ber þó að merkja ásetningsfé með forprentuðu plötumerki í eyra og verður slíkt merki að vera einnota frá 1. nóvember 2025.

Undanþága ekki möguleg

Matvælaráðuneytið hefur fundað með Bændasamtökum Íslands þar sem farið hefur verið yfir það að ráðuneytið muni gera það sem mögulegt er innan þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist með EES-samningnum til að auðvelda bændum að merkja sauðfé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru með sem minnstum tilkostnaði.

Það er meðal þess sem kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um endurnýtingu örmerkja.

Njáll Trausti spurði meðal annars hvaða áhrif það hefði ef á Íslandi yrði áfram leyfð endurnýting örmerkja í sauðfjárbúskap.

Í svari matvælaráðherra segir að ef Ísland stendur ekki við þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist gæti það leitt til þess að ESA opni brotamál gagnvart Íslandi.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...