Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd TB.
Mynd TB.
Fréttaskýring 15. ágúst 2018

Centaur gangsettur á Íslandi eftir 50 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Upplýsingar um upphaf Centaur dráttarvéla eru strjálar enda Central Tractor Company og LeRoi Corporation sem fram­leiddi vélarnar löngu horfið af sjónarsviðinu og lítið til um starfsemi fyrir­tækisins. Centaur 2-C var gangsettur á Hvanneyri nú í sumar.

Upphaf Centaur dráttarvéla er rakin til fyrri hluta annars áratugs síðustu aldar og fyrirtækis sem kallaðist Central Tractor Company og var til húsa í Greenwich í Ohio-ríki í Bandaríkjunum.

Litlar og liprar dráttarvélar

Fyrstu Centaur dráttarvélarnar voru hannaðar og settar á markað 1920 og kölluðust Model A. Sala þeirra gekk ágætlega, einkum til minni býla enda um lítinn og lipran sex hestafla traktor á stálhjólum að ræða. Einn gír áfram og einn aftur á bak.

Framleiðsla óx hratt og traktorinn uppfærður í Model, í stafrófsröf upp í, F til ársins 1926. Það ár setti fyrirtækið Model G á markað. Sú týpa var að mörgu leyti öðruvísi en þær fyrri. Model G var tveggja strokka og tíu hestöfl og fékkst með fleiri fylgihlutum, meðal annars plóg, diskaherfi, sáningarvél, arfasköfu og kartöfluniðursetningarvél 

Týpan þótti auðveld í notkun og hægt að fá hana með margs kyns fylgihlutum. Talsvert var flutt út af

Centaur dráttarvélum á árunum milli 1920 og 1930. Þar á meðal til Íslands.
Árið 1929 var boðið upp á styrkta útgáfu af Model G með stærri vél og tveimur hestöflum til viðbótar og kallaðist Model T eða Model 6-12.

Staðgengill dráttarklársins

Auglýsingar fyrir Centaur dráttarvélunum voru áhugaverðar að því leyti að ólíkt öðrum dráttarvélaframleiðendum á þeim tíma var ekki haldið fram að Centaurinn stæði öðrum dráttarvélum framar. Styrkur Centaur fólst í því að koma í staðinn fyrir dráttarklárinn og átti því að höfða til bænda á smærri býlum.

Centaur traktorarnir nutu talsverðrar hylli hjá frönskum vínbændum vegna þess hversu breiddin á milli hjólanna var lítil.

Kreppan kreppir að

Kreppan í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar var mikil blóðtaka fyrir framleiðanda Centaur eins og aðra framleiðendur landbúnaðartækja. Fyrirtækið hélt þó að mestu vatni og árið 1936 setti það á markað fyrsta traktorinn í KV seríunni sem var fjögurra strokka og 22 hestöfl.

Eigendaskipti urðu á fyrirtækinu 1940 en þrátt fyrir það hélt nýi eigandinn, LeRoi Corporation, nafninu Central Tractor Company. Framleiðsla Centaur dráttarvéla hélt áfram á fimmta áratug síðustu aldar eða þar til LeRoi Corporation fór á hliðina.

Centaur á Íslandi

Á Búvélasafninu á Hvanneyri er að finna Centaur 2-G sem var framleiddur árið 1934, keðjudrifinn, einn gír áfram og einn aftur á bak og ökuhraði 4 til 8 kílómetrar á klukkustund.

Sex Centaur dráttarvélar voru fluttar inn til landsins og annaðist Finnur Ólafsson, heildsali frá Fellsenda í Dölum, innflutning þeirra. Fyrstu vélina keypti Jóhannesi Reykdal, bóndi og verksmiðjueigandi á Setbergi við Hafnarfjörð árið 1927. Búið að Korpúlfstöðum keypti fjórar 1929 og Ingólfur Kristjánsson, bóndi á Jódísarstöðum við Eyjafjörð, eina árið 1934.

Árið 1948 eignaðist séra Bjartmar Kristjánsson vél Ingólfs og var hún notuð til slátta að Mælifelli í Skagafirði. Bjartmar gaf Þjóðminjasafninu vélina 1990.

Haustið 2014 tók Kristján Bjartmarsson að gera vélina gangfæra og var hún gangsett og ekið á Hvanneyrarhátíðinni 6. júlí síðastliðinn eftir 50 ára kyrrstöðu.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...