Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mynd TB.
Mynd TB.
Fréttaskýring 15. ágúst 2018

Centaur gangsettur á Íslandi eftir 50 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Upplýsingar um upphaf Centaur dráttarvéla eru strjálar enda Central Tractor Company og LeRoi Corporation sem fram­leiddi vélarnar löngu horfið af sjónarsviðinu og lítið til um starfsemi fyrir­tækisins. Centaur 2-C var gangsettur á Hvanneyri nú í sumar.

Upphaf Centaur dráttarvéla er rakin til fyrri hluta annars áratugs síðustu aldar og fyrirtækis sem kallaðist Central Tractor Company og var til húsa í Greenwich í Ohio-ríki í Bandaríkjunum.

Litlar og liprar dráttarvélar

Fyrstu Centaur dráttarvélarnar voru hannaðar og settar á markað 1920 og kölluðust Model A. Sala þeirra gekk ágætlega, einkum til minni býla enda um lítinn og lipran sex hestafla traktor á stálhjólum að ræða. Einn gír áfram og einn aftur á bak.

Framleiðsla óx hratt og traktorinn uppfærður í Model, í stafrófsröf upp í, F til ársins 1926. Það ár setti fyrirtækið Model G á markað. Sú týpa var að mörgu leyti öðruvísi en þær fyrri. Model G var tveggja strokka og tíu hestöfl og fékkst með fleiri fylgihlutum, meðal annars plóg, diskaherfi, sáningarvél, arfasköfu og kartöfluniðursetningarvél 

Týpan þótti auðveld í notkun og hægt að fá hana með margs kyns fylgihlutum. Talsvert var flutt út af

Centaur dráttarvélum á árunum milli 1920 og 1930. Þar á meðal til Íslands.
Árið 1929 var boðið upp á styrkta útgáfu af Model G með stærri vél og tveimur hestöflum til viðbótar og kallaðist Model T eða Model 6-12.

Staðgengill dráttarklársins

Auglýsingar fyrir Centaur dráttarvélunum voru áhugaverðar að því leyti að ólíkt öðrum dráttarvélaframleiðendum á þeim tíma var ekki haldið fram að Centaurinn stæði öðrum dráttarvélum framar. Styrkur Centaur fólst í því að koma í staðinn fyrir dráttarklárinn og átti því að höfða til bænda á smærri býlum.

Centaur traktorarnir nutu talsverðrar hylli hjá frönskum vínbændum vegna þess hversu breiddin á milli hjólanna var lítil.

Kreppan kreppir að

Kreppan í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar var mikil blóðtaka fyrir framleiðanda Centaur eins og aðra framleiðendur landbúnaðartækja. Fyrirtækið hélt þó að mestu vatni og árið 1936 setti það á markað fyrsta traktorinn í KV seríunni sem var fjögurra strokka og 22 hestöfl.

Eigendaskipti urðu á fyrirtækinu 1940 en þrátt fyrir það hélt nýi eigandinn, LeRoi Corporation, nafninu Central Tractor Company. Framleiðsla Centaur dráttarvéla hélt áfram á fimmta áratug síðustu aldar eða þar til LeRoi Corporation fór á hliðina.

Centaur á Íslandi

Á Búvélasafninu á Hvanneyri er að finna Centaur 2-G sem var framleiddur árið 1934, keðjudrifinn, einn gír áfram og einn aftur á bak og ökuhraði 4 til 8 kílómetrar á klukkustund.

Sex Centaur dráttarvélar voru fluttar inn til landsins og annaðist Finnur Ólafsson, heildsali frá Fellsenda í Dölum, innflutning þeirra. Fyrstu vélina keypti Jóhannesi Reykdal, bóndi og verksmiðjueigandi á Setbergi við Hafnarfjörð árið 1927. Búið að Korpúlfstöðum keypti fjórar 1929 og Ingólfur Kristjánsson, bóndi á Jódísarstöðum við Eyjafjörð, eina árið 1934.

Árið 1948 eignaðist séra Bjartmar Kristjánsson vél Ingólfs og var hún notuð til slátta að Mælifelli í Skagafirði. Bjartmar gaf Þjóðminjasafninu vélina 1990.

Haustið 2014 tók Kristján Bjartmarsson að gera vélina gangfæra og var hún gangsett og ekið á Hvanneyrarhátíðinni 6. júlí síðastliðinn eftir 50 ára kyrrstöðu.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...