Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hæna aflúsuð og mítlahreinsuð á eggjabúi í Hollandi.
Hæna aflúsuð og mítlahreinsuð á eggjabúi í Hollandi.
Fréttaskýring 25. ágúst 2017

Mítlar hafa ekki fundist í búrhænum á Íslandi í marga áratugi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skordýraeitrið fipronil hefur nú fundist í eggjum í 15 ríkjum Evrópusambandsins og í Hong Kong. Efnið hefur verið notað til að drepa mítla og lýs á hænum en notkun þess er stranglega bönnuð í matvælaiðnaði. Mítlar hafa ekki fundist í búrhænum á Íslandi í marga áratugi.

Þorsteinn Sigmundsson, formaður félags eggjabænda og eggjabóndi í Elliðahvammi, segir að vandamál með mítla hafi ekki verið vandamál í hænsna- eða eggframleiðslu á Íslandi í marga áratugi. „Ekki í búrhænum sem eru aldar innanhúss. Þorsteinn segir að erlendis finnist mítlar helst í hænum sem fá að ganga úti enda smitist hænurnar utandyra. „Þetta er nýmóðins vandamál sem tengist lausagöngu á hænum eða það sem kallast Free range hænur. Mítlar og lýs þekkt­ust á hænum á Íslandi í gamla daga þegar þær voru hýstar í fjósinu og gengu lausar og lifðu á fjóshaugnum.“

Samkvæmt upplýsingum frá Hildi Traustadóttur hjá Félagi eggjabænda hefur hún ekki upplýsingar um að mítillinn sem um ræðir hafi fundist í hænum á Íslandi. „Enda eggjahús á Íslandi lokuð og fuglinn verndaður inni í þeim og því litlar líkur á að slík óværa komist inn í húsin.“

Mast skoðar innfluttar eggjaafurðir

Í tilkynningu á vef Matvæla­stofnunar segir að heil egg  á markaði  hérlendis séu af íslenskum uppruna. Unnar eggjaafurðir, til dæmis gerilsneyddar eggjarauður, eggjahvítur og eggjaduft eru fluttar til landsins og samkvæmt athugun Matvælastofnunar eru þær upprunnar í Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Þýskalandi.

Búið að innkalla milljónir eggja

Eggin sem um ræðir koma aðallega frá Hollandi. Eftir að upp komst um notkun Fipronil á eggjabúum í Hollandi fyrr í sumar létu yfirvöld í Þýskalandi og víðar í Evrópu eyða milljónum eggja frá Hollandi. Á annað hundrað eggjabúum í Hollandi hefur verið lokað vegna málsins.

Samkvæmt Alþjóða­heil­brigðis­málastofnuninni, WHO, telst fiprolin til mjög hættulegra efna sem geta við inntöku valdið alvarlegum skemmdum á lifur, skjaldkirtli og nýrum svo dæmi séu tekin.

Smituð egg finnast víða í Evrópu

Við rannsókn málsins, sem er rannsakað sem glæpamál, hefur eggjabúum í, auk Hollands, verið lokað í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi og vitað er að egg frá þessum löndum hafa verið seld til Bretlandseyja, Svíþjóðar, Austurríkis, Írlands, Ítalíu, Lúxemborgar, Póllands, Rúmeníu, Slóveníu, Slóvakíu, Danmerkur og Sviss. Efnið hefur einnig fundist í eggjum í Hong Kong sem hafa verið flutt inn frá Hollandi. 

Tveir handteknir

Lögreglan í Hollandi, í samvinnu við lögregluna í Belgíu, hafa handtekið tvo menn í tengslum við málið. Þeir eru grunaðir um að hafa seld hænsnaaflúsunarefni sem var blandað með fipronil til eggjabænda með og án þeirra vitneskju. Talið er að efnið hafi verið notað árum saman til að drepa mítla í  hænum þrátt fyrir að notkun þess sé stranglega bönnuð í matvælaframleiðslu. 

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...