Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Fréttaskýring 30. júlí 2019

Óvíst hvort raunveruleg smitleið finnst

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Um leið og kemur upp grunur um smit fer í gang frum­rann­sókn á hugsanlegum upp­tökum smitsins,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, fram­kvæmda­stjóri heilbrigðis­eftirlits Suðurlands. Hvar var fólkið sem sýktist?

„Við vissum fljótlega að það átti sameiginlegt að hafa verið í Bláskógabyggð og rannsóknir okkar beindust því fljótlega þangað. Við vorum nýbúin að láta taka sýni hjá öllum vatnsveitunum þarna í kring og því nokkuð örugg um að þær væru í lagi. Síðan kemur í ljós að allir sem sýktust áttu það sameiginlegt að hafa verið í Efstadal II. Fyrsta barnið sem veiktist hafði borðað hamborgara á staðnum og við tókum sýni af kjöti til athugunar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að barnið hafði líka borðað ís og við náðum því í sýni úr ísnum og öll sýnin reyndust hrein. Þar með beindist athygli okkar að einhverju leyti annað.

Nokkrum dögum seinna koma upp fleiri tilfelli sýkinga og það kemur í ljós að þeir höfðu líka verið að Efstadal II og borðað ís. Í framhaldi af því fer bæði heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun á staðinn. Matvælastofnun sem eftirlitsaðili með dýrahaldi og dýravelferð en heilbrigðiseftirlitið að því sem snýr að móttöku ferðamanna, ísframleiðslu og veitingasölu.

Í framhaldi af því eru tekin fleiri sýni, bæði úr ís og skít úr fjósinu og kálfastíunni. Sýnin úr kálfastíunni reyndust jákvæð fyrir sömu bakteríunni og fannst í börnunum sem sýktust. Síðan þá hefur rannsóknin beinst að því að finna út hvernig bakterían komst frá kálfunum í börnin og okkur hefur ekki tekist það ennþá.“

Ekki var hægt að skoða ís úr sömu lögun og börnin sem sýktust borðuðu þar sem hann var ekki til staðar lengur og ný lögun komin í staðinn. Því er ekki hægt að sanna svo ekki fari milli mála að bakterían hafi borist í börnin úr ísnum. Sigrún segir að þrátt fyrir að bakterían sem sýkti börnin hafi ekki fundist í ísnum hafi fundist í honum annars konar týpa E. coli baktería í tveimur íssýnum sem ekki eru sjúkdómsvaldandi.

„Rannsóknir okkar benda til að það sé allt í lagi með gerilsneyðinguna og framleiðsluferlið á ísnum en um leið teljum við að einhvers staðar hafi átt sér stað eftirsmit en vitum því miður ekki hvar. Í einu tilfelli vitum við að barn sem smitaðist hafði hvorki borðað ís né komið nálægt dýrunum og væntanlega smitast af systkini sínu.

Ég er því ekki bjartsýn á að við komum nokkurn tíma til með að finna út hver raunveruleg smitleið hefur verið.“

Sigrún segir að heilbrigðis­eftirlitið gefi út starfsleyfi og hafi eftirlit með veitingasölu eins og þeirri sem boðið er upp á að Efstadal II og að það sé heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvörðun um hvort þurfi að loka fyrir söluna eða ekki og að í þessu tilfelli hafi ekki verið talin þörf á slíkum aðgerðum.

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f