Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Fréttir 13. janúar 2020

Hissa, glöð og þakklát

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Land­búnaðar­háskóla Íslands, hlaut 1. janúar síðastliðinn riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

„Fyrst þegar ég heyrði að orðuveitingunni varð ég orðlaus og hissa. Því næst varð ég glöð og hreykin yfir því að einhverjir telji að starf mitt í þágu garðyrkju sé þess virði að mér hlotnist þessi heiður. Seinna hugsaði ég að kannski er maður ekki besti dómarinn á eigið starf og að líklega telja aðrir að ég sé að gera eitthvert gagn. Satt best að segja kom orðuveitingin gersamlega flatt upp á mig og mér hafði aldrei dottið þetta í hug sjálf og ég er mjög þakklát þeim sem stóðu fyrir þessu,“ segir Guðríður.

Að sögn Guðríðar hefur hún fengið ótrúlega jákvætt viðmót frá ólíklegasta fólki eftir veitinguna og að ókunnugt fólk hafi jafnvel óskað henni til hamingju á förnum vegi og ekki laust við að hún sé montin að hafa fengið orðuna.

„Ég lít ekki síður á orðuveitinguna sem viðurkenningu fyrir íslenska garðyrkju og garðyrkju sem fagi. Garðyrkja á Íslandi er fremur ungt fag og hefur stundum átt á brattann að sækja. Áhugi á garðyrkju er samt alltaf að aukast og mikið af ungu fólki sem hefur áhuga á ræktun og vill starfa innan greinarinnar. Persónulega held ég að Íslendingar séu sífellt meira að opna augun fyrir gildi ræktunar og hvað möguleikarnir eru miklir. Bæði á sviði matvælaframleiðslu og hversu mikið ræktun getur breytt umhverfinu til góða.

Uppfært 15. janúar

Rætt var við Guðríði í þættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni, sem er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...