Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tíðni smits í innfluttu alifuglakjöti minni en í upprunalandinu
Fréttir 31. júlí 2015

Tíðni smits í innfluttu alifuglakjöti minni en í upprunalandinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga kom í ljós að salmonella greindist ekki í erlendum afurðum sem vottað var að væru lausar við salmonellu. Tíðni kampýlóbakter var minni en almennt gerist í alifuglaafurðum erlendis enda afurðirnar frosnar við komuna til landsins. Einn kampýlóbakterstofn reyndist lyfjaþolinn.

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitafélaganna hafa látið rannsaka salmonellu og kampýlóbakter í erlendu alifuglakjöti á markaði á Íslandi og mæla sýklalyfjaþol þeirra stofna sem greindust, en sýklalyfjaþol sjúkdómsvaldandi örvera er mikið áhyggjuefni heilbrigðisyfirvalda um allan heim.

Kjúklingakjöt 90% af innfluttu alifuglakjöti
Tekin voru 115 sýni af hráu, frosnu erlendu alifuglakjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sá um sýnatökur á almennum markaði en Matvælastofnun í kjötvinnslum. Sýnataka hófst í júlí 2014 og lauk í janúar 2015.

Markaðshlutdeild framleiðslulanda og tegunda alifuglakjöts árið 2013 réðu skiptingu sýna. Stærsti hluti erlends alifuglakjöts hér á landi er framleiddur í Þýskalandi og því næst í Danmörku.

Kjúklingakjöt var tæp 90 % þess alifuglakjöts sem flutt var til landsins árið 2013. Aðrar tegundir voru anda- kalkúna- og gæsakjöt. Tekin voru 100 sýni af kjúklingakjöti, 6 sýni af andakjöti, 6 sýni af kalkúnakjöti og 3 sýni af gæsakjöti.

Salmonella í einu sýni
Salmonella greindist í einu sýni af þeim 115 sýnum sem tekin voru til greiningar og voru þær afurðir innkallaðar. Mistök höfðu átt sér stað við afgreiðslu vörunnar inn í landið og var í kjölfarið verklag bætt til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.

Salmonellustofninn reyndist næmur fyrir öllum sýklalyfjum sem prófað var fyrir.

Salmonella greindist ekki í sýnum af alifuglum úr sendingum sem voru með fullnægjandi vottorð um að þær væru lausar við salmonellu.

Kampýlóbakter í fimm sýnum
Kampýlóbakter greindist í 5 sýnum af þeim 115 sýnum sem tekin voru til greiningar, þ.e. í þremur sýnum af andakjöti og í tveimur sýnum af kjúklingakjöti.

Einn stofn kampýlóbakter reyndist fjölónæmur, þ.e. hann var ónæmur fyrir fjórum af þeim sex lyfjum sem prófað var fyrir. Þrír stofnar voru ónæmir fyrir einu eða tveimur lyfjanna og einn stofn var næmur fyrir öllum lyfjum sem prófað var fyrir.

Óvarlegt er að draga miklar ályktanir af niðurstöðum þessa verkefnis, en þó má segja að þær ríma vel við skýrslu EFSA ( Matvælaöryggisstofnun Evrópu ) um sjúkdóma sem smitast milli manna og dýra og sýklalyfjaþol örveranna sem þeim valda.

Tíðni kampýlóbakter í alifuglakjöti er almennt talsvert hærri í þeim löndum sem afurðirnar koma frá en hér á landi. Þekkt er að fækka má verulega fjölda kampýlóbakter með því að frysta afurðirnar, en alifuglakjötið sem rannsakað var í þessu verkefni hafði verið frosið í minnst  fjórar vikur.
 

Skylt efni: alifuglar | innflutningur | Matís

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...