Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við fyrstu sýn líkjast mangalica-svín nýrúnum íslenskum sauðkindum.
Við fyrstu sýn líkjast mangalica-svín nýrúnum íslenskum sauðkindum.
Fréttir 29. janúar 2020

Ungversk kobe-svín í hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mangalica-svín sem upprunnin eru í Ungverjalandi er ólík flestum öðrum svínum að því leyti að þau eru loðin. Ungversku svínin, sem Japanir kalla kobe-svín, voru talin í útrýmingarhættu skömmu eftir síðustu öld en með aukinni ræktun tókst að rétta stofninn við. Í dag steðjar þeim hætta af afrískri svínapest sem breiðist út eins og eldur um sinu í Austur-Evrópu.

Ræktunarsaga loðsvínanna hefur verið skrykkjótt. Þau voru í uppáhaldi hjá keisara Ungverjalands á sínum tíma en svínin féllu í ónáð þegar kommúnistar tóku við stjórn landsins og fækkaði þeim mikið í kjölfarið. Vinsældir svínanna hafa aukist aftur á síðustu áratugum og stofn þeirra stækkað jafnt og þétt en nú steðjar að þeim ný hætta sem er afríska svínapestin sem breiðist hratt út í Austur-Evrópu eins og víðar um heim.

Minna á nýrúna sauðkind

Svínin eru stærri en íslenska sauðkindin en hárin gera það að verkum að svínin eru ekki ólík nýrúinni íslenski sauðkind. Auk þess að vera loðin safna svínin á sig mikilli fitu og er kjötið á þeim sagt einstaklega meyrt og bragðgott.

Kjötið er markaðssett í Japan og Bandaríkjunum sem kobe-svín.

Ungversk mangalica-svín eru á lista yfir þjóðargersemar Ungverjalands.

Fyrir nokkrum árum varð kjötið af svínunum mjög vinsælt í Japan og í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem það er markaðssett sem kobe-svín og þar vísað til kobe-nautakjöts sem sagt er vera með því besta í heimi.

Tæplega 200 ár stofn

Uppruni mangalica-svína er rakinn til þess að árið 1830 færði serbneskur prins Frans Jósep I keisara að gjöf ellefu feit og langhærð svín. Keisarinn setti svínin í áframeldi og var þeim æxlað saman við gamla ungverska stofna og úr varð mangalica-svínastofninn.

Fjöldi mangalica-svína í Ungverja­landi var það mikill að á tímabili voru þau um 90% allra svína þar í landi. Vinsældir þeirra stafaði meðal annars af háu fituhlutfalli sem eykur geymsluþol kjötsins. Fjölda dýra fækkaði með tilkomu betri kælitækni og smám saman varð kjötið að lúxusvöru. Eftir að kommúnistastjórnin komst til valda var farið að líta á mangalica-svínin sem tákn um forréttindi auðvaldsins og þeim nánast útrýmt. Einungis 300 gyltum var hlíft til vísindalegra rannsókna og kjötið hvarf af mark­aði.

Snemma á tíunda áratug síðustu aldar fékk ungur spænskur dýralæknir áhuga á mangalica-svínum og auglýsti eftir þeim í Ungverjalandi og flutti þau sem hann gat fengið til Spánar og hóf ræktun þeirra þar með aðstoð spænskra gölta.

Fjórfalt hærra verð

Eftir að vinsældir kjötsins fóru að aukast að nýju jókst ræktun svínanna líka og í dag eru um 200 svínabú í Ungverjalandi sem sérhæfa sig í ræktun þeirra. Verðið sem fæst fyrir mangalica-svín er fjórfalt það sem fæst fyrir hefðbundið svínakjöt og er það helst fáanlegt á matsölustöðum sem sérhæfa sig í úrvalshráefni.

Afrísk svínapest

Eldi á mangalica-svínum er að stórum hluta utandyra þar sem þau ganga að hluta til sjálfala. Mangalica-svínin eru því í mikilli hættu á að smitast af afrískri svínapest vegna samneytis við villisvín og önnur villt dýr sem geta borið pestina.

Fyrsta tilfelli svínaflensunnar í Ungverjalandi kom upp í apríl á síðasta ári þar sem villtur göltur fannst dauður af hennar völdum. Í Ungverjalandi gilda reglur sem kveða á um að deyða þurfi öll svín í þriggja kílómetra radíus umhverfis svæði þar sem afrísk svínaflensa kemur upp. Á síðasta ári var 1.200 mangalica-svínum slátrað, eða um 10% stofnsins vegna hættu á smiti og hafa stjórnvöld samþykkt sérstakar öryggisráðstafanir til að vernda stofninn reynist þess þörf. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...