Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Villti íslenski laxastofninn er hluti Atlantshafslaxins (Salmo salar).
Villti íslenski laxastofninn er hluti Atlantshafslaxins (Salmo salar).
Mynd / Hafró
Fréttir 4. september 2024

Fryst svil varðveitt í Nautastöðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svil úr villta íslenska laxastofninum eru varðveitt í Nautastöð Bændasamtaka Íslands.

Svilin voru fyrst tekin fyrir rúmum tuttugu árum til að eiga stofninn ómengaðan ef til erfðablöndunar kæmi. Talið er að stofninn telji um 60 þúsund fiska.

„Fyrir góðum 20 árum voru tekin svil úr hængum í Grímsá, Norðurá, Elliðaánum, Laxá í Dölum og trúlega Korpu,“ segir Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti í Borgarfirði. Svilin voru fryst og hafa síðan verið geymd í stöðinni.

„Þetta var á tíma fiskeldis og kannski aðallega hafbeitar. Þá vildu menn eiga ómengaðan stofn til að nota síðar ef illa færi í erfðamengun,“ segir hann.

Verkefnið hafi tengst afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR, sem gaf geymslukútinn og Stofnfiskur (nú Benchmark Genetics Iceland hf.) átti að greiða rekstrarkostnað.

Svilataka hafin á ný

„Svo liðu mörg ár en eftir að fiskeldi í sjó hófst aftur, með frjóum norskum löxum, þá var vitað að illa gæti farið,“ heldur Sveinbjörn áfram. „Því var þess vegna beint til veiðiréttarhafa að veiða villta laxa á hrygningartíma, taka úr þeim svil, blanda þau á réttan hátt og frysta þau. Þá væri til nokkurs konar „varasjóður“ fyrir erfðamengi ánna,“ segir hann. Hófst átakið árið 2023 með hængum úr Haffjarðará.

„Vonandi fjölgar ánum til muna nú í haust sem sækja sér hænga og láta frysta svil,“ segir Sveinbjörn og bætir við að þó fylgi oft böggull skammrifi. „Frysting laxasvilja er vandaverk og ekki á færi nema sérfræðinga. Því fengum við aðstoð frá Benchmark Genetics Salmon, þar sem Jónas Jónasson ræður ríkjum. Hann og hans fólk komu með okkur í þetta í fyrra og vonandi getur orðið eitthvert framhald á þeirri samvinnu,“ segir hann.

Sæði úr nautum en líka geitum

Því má bæta við að árlega eru teknir á bilinu 120-170 þúsund sæðisskammtar úr nautum á stöðinni. Fyrir utan laxasvilin er einnig geymt sæði úr íslenska geitastofninum í stöðinni að sögn Sveinbjörns.

Geitfjárræktarfélagið hafi flest undanfarin ár tekið sæði úr höfrum og fryst til varðveislu. Miklar kvaðir eru á flutningi geita milli svæða og því auðveldi slík sæðistaka til muna kynbætur í þeim litla stofni.

Skylt efni: svil

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...