Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Villti íslenski laxastofninn er hluti Atlantshafslaxins (Salmo salar).
Villti íslenski laxastofninn er hluti Atlantshafslaxins (Salmo salar).
Mynd / Hafró
Fréttir 4. september 2024

Fryst svil varðveitt í Nautastöðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svil úr villta íslenska laxastofninum eru varðveitt í Nautastöð Bændasamtaka Íslands.

Svilin voru fyrst tekin fyrir rúmum tuttugu árum til að eiga stofninn ómengaðan ef til erfðablöndunar kæmi. Talið er að stofninn telji um 60 þúsund fiska.

„Fyrir góðum 20 árum voru tekin svil úr hængum í Grímsá, Norðurá, Elliðaánum, Laxá í Dölum og trúlega Korpu,“ segir Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti í Borgarfirði. Svilin voru fryst og hafa síðan verið geymd í stöðinni.

„Þetta var á tíma fiskeldis og kannski aðallega hafbeitar. Þá vildu menn eiga ómengaðan stofn til að nota síðar ef illa færi í erfðamengun,“ segir hann.

Verkefnið hafi tengst afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR, sem gaf geymslukútinn og Stofnfiskur (nú Benchmark Genetics Iceland hf.) átti að greiða rekstrarkostnað.

Svilataka hafin á ný

„Svo liðu mörg ár en eftir að fiskeldi í sjó hófst aftur, með frjóum norskum löxum, þá var vitað að illa gæti farið,“ heldur Sveinbjörn áfram. „Því var þess vegna beint til veiðiréttarhafa að veiða villta laxa á hrygningartíma, taka úr þeim svil, blanda þau á réttan hátt og frysta þau. Þá væri til nokkurs konar „varasjóður“ fyrir erfðamengi ánna,“ segir hann. Hófst átakið árið 2023 með hængum úr Haffjarðará.

„Vonandi fjölgar ánum til muna nú í haust sem sækja sér hænga og láta frysta svil,“ segir Sveinbjörn og bætir við að þó fylgi oft böggull skammrifi. „Frysting laxasvilja er vandaverk og ekki á færi nema sérfræðinga. Því fengum við aðstoð frá Benchmark Genetics Salmon, þar sem Jónas Jónasson ræður ríkjum. Hann og hans fólk komu með okkur í þetta í fyrra og vonandi getur orðið eitthvert framhald á þeirri samvinnu,“ segir hann.

Sæði úr nautum en líka geitum

Því má bæta við að árlega eru teknir á bilinu 120-170 þúsund sæðisskammtar úr nautum á stöðinni. Fyrir utan laxasvilin er einnig geymt sæði úr íslenska geitastofninum í stöðinni að sögn Sveinbjörns.

Geitfjárræktarfélagið hafi flest undanfarin ár tekið sæði úr höfrum og fryst til varðveislu. Miklar kvaðir eru á flutningi geita milli svæða og því auðveldi slík sæðistaka til muna kynbætur í þeim litla stofni.

Skylt efni: svil

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...