Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið
Fréttir 2. febrúar 2024

Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Drög að reglugerð um loftslagsráð hafa verið birt í Samráðsgátt. Breytingar á reglugerðinni felast meðal annars í því að tryggja að fulltrúar ráðsins uppfylli ákveðin hæfnisviðmið.

Loftslagsráði er ætlað að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Enn fremur að gæta óhlutdrægni og vera sjálfstætt í störfum sínum. Fulltrúar í loftslagsráði skulu þannig einungis bundnir af eigin dómgreind.

Hæfnisviðmið við skipan fulltrúa

Samkvæmt drögunum skipar ráðherra formann og varaformann loftslagsráðs, en í loftslagsráði skulu eiga sæti að hámarki níu fulltrúar, að meðtöldum formanni og varaformanni. Ráðherra er heimilt að skipa aðra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu.

Við skipan fulltrúa í loftslagsráð skuli hafa til hliðsjónar hæfni- viðmið samkvæmt 5. grein reglugerðarinnar. Þar segir að mælst sé til að við skipan fulltrúa í loftslagsráð sé þess gætt að ráðið búi að fulltrúum sem hafi þekkingu á að minnsta kosti einum af eftirtöldum málaflokkum 1. loftslagsmála; loftslagsrétti, stjórnsýslu og stefnumótun, 2. loftslagsvísindum, áhættugreiningum og náttúruvá, 3. skipulagi og landnýtingu, 4. hagrænum og samfélagslegum greiningum, 5. samfélagslegum breytingum og réttlátum umskiptum, 6. líffræðilegum fjölbreytileika, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónustu og 7. nýsköpun og tækniþróun.

Gert er ráð fyrir að loftslagsráð sé þannig samsett að ráðið fullskipað búi yfir þekkingu á öllum ofangreindum sviðum.

Sérfræðiráð eins og í nágrannalöndum

Í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að breytingarnar á reglugerðinni um ráðið sé tilkomnar í kjölfar málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða.

Þar var meðal annars fjallað um skipan loftslagsráða í alþjóðasamhengi og um skýrslu Ómars H. Kristmundssonar, Loftslagsráð: Greining og ábendingar. Þar kom fram að nauðsynlegt væri að meðlimir loftslagsráðs uppfylli ákveðin hæfnisviðmið og þannig verði ráðið fremur sérfræðiráð en fulltrúaráð, svipað því hvernig loftslagsráð nágrannalanda Íslands eru mönnuð.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...