Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið
Fréttir 2. febrúar 2024

Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Drög að reglugerð um loftslagsráð hafa verið birt í Samráðsgátt. Breytingar á reglugerðinni felast meðal annars í því að tryggja að fulltrúar ráðsins uppfylli ákveðin hæfnisviðmið.

Loftslagsráði er ætlað að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Enn fremur að gæta óhlutdrægni og vera sjálfstætt í störfum sínum. Fulltrúar í loftslagsráði skulu þannig einungis bundnir af eigin dómgreind.

Hæfnisviðmið við skipan fulltrúa

Samkvæmt drögunum skipar ráðherra formann og varaformann loftslagsráðs, en í loftslagsráði skulu eiga sæti að hámarki níu fulltrúar, að meðtöldum formanni og varaformanni. Ráðherra er heimilt að skipa aðra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu.

Við skipan fulltrúa í loftslagsráð skuli hafa til hliðsjónar hæfni- viðmið samkvæmt 5. grein reglugerðarinnar. Þar segir að mælst sé til að við skipan fulltrúa í loftslagsráð sé þess gætt að ráðið búi að fulltrúum sem hafi þekkingu á að minnsta kosti einum af eftirtöldum málaflokkum 1. loftslagsmála; loftslagsrétti, stjórnsýslu og stefnumótun, 2. loftslagsvísindum, áhættugreiningum og náttúruvá, 3. skipulagi og landnýtingu, 4. hagrænum og samfélagslegum greiningum, 5. samfélagslegum breytingum og réttlátum umskiptum, 6. líffræðilegum fjölbreytileika, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónustu og 7. nýsköpun og tækniþróun.

Gert er ráð fyrir að loftslagsráð sé þannig samsett að ráðið fullskipað búi yfir þekkingu á öllum ofangreindum sviðum.

Sérfræðiráð eins og í nágrannalöndum

Í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að breytingarnar á reglugerðinni um ráðið sé tilkomnar í kjölfar málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða.

Þar var meðal annars fjallað um skipan loftslagsráða í alþjóðasamhengi og um skýrslu Ómars H. Kristmundssonar, Loftslagsráð: Greining og ábendingar. Þar kom fram að nauðsynlegt væri að meðlimir loftslagsráðs uppfylli ákveðin hæfnisviðmið og þannig verði ráðið fremur sérfræðiráð en fulltrúaráð, svipað því hvernig loftslagsráð nágrannalanda Íslands eru mönnuð.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...