Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið
Fréttir 2. febrúar 2024

Fulltrúar uppfylli hæfnisviðmið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Drög að reglugerð um loftslagsráð hafa verið birt í Samráðsgátt. Breytingar á reglugerðinni felast meðal annars í því að tryggja að fulltrúar ráðsins uppfylli ákveðin hæfnisviðmið.

Loftslagsráði er ætlað að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum. Enn fremur að gæta óhlutdrægni og vera sjálfstætt í störfum sínum. Fulltrúar í loftslagsráði skulu þannig einungis bundnir af eigin dómgreind.

Hæfnisviðmið við skipan fulltrúa

Samkvæmt drögunum skipar ráðherra formann og varaformann loftslagsráðs, en í loftslagsráði skulu eiga sæti að hámarki níu fulltrúar, að meðtöldum formanni og varaformanni. Ráðherra er heimilt að skipa aðra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu.

Við skipan fulltrúa í loftslagsráð skuli hafa til hliðsjónar hæfni- viðmið samkvæmt 5. grein reglugerðarinnar. Þar segir að mælst sé til að við skipan fulltrúa í loftslagsráð sé þess gætt að ráðið búi að fulltrúum sem hafi þekkingu á að minnsta kosti einum af eftirtöldum málaflokkum 1. loftslagsmála; loftslagsrétti, stjórnsýslu og stefnumótun, 2. loftslagsvísindum, áhættugreiningum og náttúruvá, 3. skipulagi og landnýtingu, 4. hagrænum og samfélagslegum greiningum, 5. samfélagslegum breytingum og réttlátum umskiptum, 6. líffræðilegum fjölbreytileika, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónustu og 7. nýsköpun og tækniþróun.

Gert er ráð fyrir að loftslagsráð sé þannig samsett að ráðið fullskipað búi yfir þekkingu á öllum ofangreindum sviðum.

Sérfræðiráð eins og í nágrannalöndum

Í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að breytingarnar á reglugerðinni um ráðið sé tilkomnar í kjölfar málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða.

Þar var meðal annars fjallað um skipan loftslagsráða í alþjóðasamhengi og um skýrslu Ómars H. Kristmundssonar, Loftslagsráð: Greining og ábendingar. Þar kom fram að nauðsynlegt væri að meðlimir loftslagsráðs uppfylli ákveðin hæfnisviðmið og þannig verði ráðið fremur sérfræðiráð en fulltrúaráð, svipað því hvernig loftslagsráð nágrannalanda Íslands eru mönnuð.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...