Fundaröð ráðherra um innflutningsmálin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stendur nú fyrir fundaröð á landsbyggðinni þar sem frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi innflutning á búvörum – þar á meðal ófrystu kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk – er til umræðu. Frumvarpið liggur í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar til 6. mars.
Talið er að um 250 manns hafi sótt fyrsta fundinum sem haldinn var í Þingborg í Flóa á mánudaginn en síðasti fundurinn verður haldinn í Hótel Valaskjálf Egilsstöðum þriðjudaginn 5. mars.
Fundadagskráin er eftirfarandi:
Fimmtudagur 28. feb. kl. 12:00: Þjóðminjasafnið, Reykjavík
Fimmtudagur 28. feb. kl. 20:00: Félagsheimilið Hlíðarbær, Hörgársveit
Mánudagur 4. mars kl. 20:30: Hótel Hamar, Borgarnesi
Þriðjudagur 5. mars kl. 20:00: Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum