Fyrsta verk landbúnaðarráðherra að skipa nýja nefnd um endurskoðun búvörusamninga
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem tekur við sem nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, sagði í viðtali í tíu fréttum í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að það yrði hennar fyrsta verk að skipan nýja nefnd um endurskoðun búvörusamninga.
Sem kunnugt er tilkynnti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga í nóvember síðastliðnum. Í nýsamþykktum búvörulögum er gert ráð fyrir slíku starfi, fyrir endurskoðun búvörusamninganna á árinu 2019.
Sex konur og sex karlar skipa hópinn í dag, en Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir er formaður hópsins. Gert var ráð fyrir að hann lyki störfum fyrir árslok 2018.