Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Fimmtán afkvæmi stóðhestsins tóku þátt í keppnishluta mótsins, þar með talinn töltmeistarinn Skarpur frá Kýrholti og sextán afkvæmi hans áttu þátttökurétt í kynbótasýningu. Þar á meðal var Arney frá Ytra-Álandi sem var efst 5 vetra hryssna og Aþena frá Þjóðólfshaga sem hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á mótinu, 9,06. Skýr hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2020.

Annar heiðursverðlaunastóðhestur, Spuni frá Vesturkoti, átti næstflest afkvæmi á Landsmótinu, tuttugu talsins. Fjórtán þeirra spreyttu sig á keppnisvellinum. Þrjú afkvæmi hans voru t.a.m. í úrslitum A-flokks, sigurvegarinn Álfamær frá Prestsbæ, Atlas frá Hjallanesi og Goði frá Bjarnarhöfn. Þá voru fjögur hross í kynbótadómum. Spuni hlaut heiðursverðlaun árið 2018.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu átti fjórtán afkvæmi á mótinu, m.a. föður gæðingshryssunnar sem sigraði unglingaflokk, Marín frá Lækjarbrekku 2.

Arion frá Eystra-Fróðholti og Hringur frá Gunnarsstöðum I og Konsert frá Hofi þrettán afkvæmi.

Auk þeirra tveggja hryssa sem fjallað er um á þessun síðum átti Gróska frá Dallandi fjögur afkvæmi á mótinu, Gráðu og Guttorm í kynbótasýningum og Gullhamar og Konfúsíus í keppnishluta hátíðarinnar. Gróska er úr ræktun Gunnars B. Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur í Dallandi. Hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...