Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Fimmtán afkvæmi stóðhestsins tóku þátt í keppnishluta mótsins, þar með talinn töltmeistarinn Skarpur frá Kýrholti og sextán afkvæmi hans áttu þátttökurétt í kynbótasýningu. Þar á meðal var Arney frá Ytra-Álandi sem var efst 5 vetra hryssna og Aþena frá Þjóðólfshaga sem hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á mótinu, 9,06. Skýr hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2020.

Annar heiðursverðlaunastóðhestur, Spuni frá Vesturkoti, átti næstflest afkvæmi á Landsmótinu, tuttugu talsins. Fjórtán þeirra spreyttu sig á keppnisvellinum. Þrjú afkvæmi hans voru t.a.m. í úrslitum A-flokks, sigurvegarinn Álfamær frá Prestsbæ, Atlas frá Hjallanesi og Goði frá Bjarnarhöfn. Þá voru fjögur hross í kynbótadómum. Spuni hlaut heiðursverðlaun árið 2018.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu átti fjórtán afkvæmi á mótinu, m.a. föður gæðingshryssunnar sem sigraði unglingaflokk, Marín frá Lækjarbrekku 2.

Arion frá Eystra-Fróðholti og Hringur frá Gunnarsstöðum I og Konsert frá Hofi þrettán afkvæmi.

Auk þeirra tveggja hryssa sem fjallað er um á þessun síðum átti Gróska frá Dallandi fjögur afkvæmi á mótinu, Gráðu og Guttorm í kynbótasýningum og Gullhamar og Konfúsíus í keppnishluta hátíðarinnar. Gróska er úr ræktun Gunnars B. Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur í Dallandi. Hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...