Gæðingafeður og mæður
Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.
Fimmtán afkvæmi stóðhestsins tóku þátt í keppnishluta mótsins, þar með talinn töltmeistarinn Skarpur frá Kýrholti og sextán afkvæmi hans áttu þátttökurétt í kynbótasýningu. Þar á meðal var Arney frá Ytra-Álandi sem var efst 5 vetra hryssna og Aþena frá Þjóðólfshaga sem hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á mótinu, 9,06. Skýr hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2020.
Annar heiðursverðlaunastóðhestur, Spuni frá Vesturkoti, átti næstflest afkvæmi á Landsmótinu, tuttugu talsins. Fjórtán þeirra spreyttu sig á keppnisvellinum. Þrjú afkvæmi hans voru t.a.m. í úrslitum A-flokks, sigurvegarinn Álfamær frá Prestsbæ, Atlas frá Hjallanesi og Goði frá Bjarnarhöfn. Þá voru fjögur hross í kynbótadómum. Spuni hlaut heiðursverðlaun árið 2018.
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu átti fjórtán afkvæmi á mótinu, m.a. föður gæðingshryssunnar sem sigraði unglingaflokk, Marín frá Lækjarbrekku 2.
Arion frá Eystra-Fróðholti og Hringur frá Gunnarsstöðum I og Konsert frá Hofi þrettán afkvæmi.
Auk þeirra tveggja hryssa sem fjallað er um á þessun síðum átti Gróska frá Dallandi fjögur afkvæmi á mótinu, Gráðu og Guttorm í kynbótasýningum og Gullhamar og Konfúsíus í keppnishluta hátíðarinnar. Gróska er úr ræktun Gunnars B. Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur í Dallandi. Hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023.