Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Fimmtán afkvæmi stóðhestsins tóku þátt í keppnishluta mótsins, þar með talinn töltmeistarinn Skarpur frá Kýrholti og sextán afkvæmi hans áttu þátttökurétt í kynbótasýningu. Þar á meðal var Arney frá Ytra-Álandi sem var efst 5 vetra hryssna og Aþena frá Þjóðólfshaga sem hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á mótinu, 9,06. Skýr hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2020.

Annar heiðursverðlaunastóðhestur, Spuni frá Vesturkoti, átti næstflest afkvæmi á Landsmótinu, tuttugu talsins. Fjórtán þeirra spreyttu sig á keppnisvellinum. Þrjú afkvæmi hans voru t.a.m. í úrslitum A-flokks, sigurvegarinn Álfamær frá Prestsbæ, Atlas frá Hjallanesi og Goði frá Bjarnarhöfn. Þá voru fjögur hross í kynbótadómum. Spuni hlaut heiðursverðlaun árið 2018.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu átti fjórtán afkvæmi á mótinu, m.a. föður gæðingshryssunnar sem sigraði unglingaflokk, Marín frá Lækjarbrekku 2.

Arion frá Eystra-Fróðholti og Hringur frá Gunnarsstöðum I og Konsert frá Hofi þrettán afkvæmi.

Auk þeirra tveggja hryssa sem fjallað er um á þessun síðum átti Gróska frá Dallandi fjögur afkvæmi á mótinu, Gráðu og Guttorm í kynbótasýningum og Gullhamar og Konfúsíus í keppnishluta hátíðarinnar. Gróska er úr ræktun Gunnars B. Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur í Dallandi. Hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...