Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 21. september 2017

Gamaldags hugmyndafræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að hún hafi átt góðan og gagnlegan fund með Landssamtökum sauðfjárbænda í Bændahöllinni í vikunni.

„Fundurinn var góður og skemmtilegur enda alltaf gott að hitta bændur. Fundurinn var málefnalegur og margar eðlilegar ábendingar sem komu fram. Aftur á móti er að mínu mati alveg ljóst eftir fundinn að stefna bændaforustunnar, að halds í útflutningsskylduna, sama hvað hefur átt sér stað í samtölum milli hennar og ráðuneytisins, hefur tafið málið og liggur ljóst fyrir.

Að mínu mati er auðvelt að rökstyðja verulega mikið viðbótarfjármagn eftir að búið er að skrifa undir búvörusamningana ef menn ætla að leysa vandann til framtíðar. Það gengur aftur á móti ekki að setja viðbótarfé í óskilgreind verkefni sem ekki hafa hlotið viðeigandi meðferð í fagráðuneyti landbúnaðarmála. Það væri óábyrg stjórnsýsla að mínu mati.

Ég hef beitt mér fyrir viðbótarfjármagni til þess að ráðast að rótum vanda sauðfjáreigenda og að koma til móts við bændur með svæðisbundnum stuðningi vegna kjaraskerðingar bænda vegna lækkunar á afurðaverði afurðastöðvanna. Auk þess til að fara í ýmiss konar kerfisbreytingar eins og að stokka upp Framleiðnisjóð landbúnaðarins og beita honum sem alvöru matvælaþróunarsjóði, fara í aukna kolefnisjöfnun og meiri lífræna ræktun.“

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...