Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Fréttir 19. desember 2019

Gaman að geta gert samfélaginu gagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er alltaf gaman þegar maður hefur tök á að skreppa á vertíð,“ segir Bald­ur Grétarsson, sauðfjár- og ferðaþjónustu­bóndi á Skipalæk í Fellum. Hann var kall­aður út til vinnu í rafmagns­leysinu sem upp kom í kjölfar óveðursins í liðinni viku. Baldur er gamall línumaður en hafði ekki unnið við fagið í 33 ár.

„Ég hélt ég væri búinn að gleyma þessu öllu,“ segir Baldur, en greinilega hafi allt geymst í vöðvaminninu því um leið og hann var kominn af stað, í gallann og með græjurnar hefði allt rifjast upp.
„Maður yngdist um mörg ár við þetta. Það er líka gaman að geta gert samfélaginu gagn í aðstæðum sem þessum,“ segir hann.

Baldur hefur verið við störf í Öxarfirði og var enn þegar Bændablaðið ræddi við hann í byrjun vikunnar. Raflínur þar á svæðinu voru illa farnar eftir mjög slæmt ísingaveður. Baldur var ásamt félögum sínum að vinna við byggðalínuna í Núpasveit, en hafði áður verið í Öxarfirði og á Melrakkasléttu.

Baldur var sauðfjárbóndi á Kirkjubæ í 17 ár en flutti að Skipalæk í Fellum og stundar ferðaþjónustu þar auk þess að eiga um 80 kindur. „Konan sinnir skjátunum á meðan og þetta er ekki mikill annatími í ferðaþjónustu, svo þegar leitað var til mín þá auðvitað brást ég við þeirri bón,“ segir Baldur. 

Baldur hefur greinilega engu gleymt. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...