Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Fréttir 11. apríl 2016

Gamli barnaskólinn til sölu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Húsið, sem byggt er árið 1946, er um 910 fermetrar að stærð að meðtöldum leikfimisal sem er um 150 fermetrar að grunnfleti. Lóðin sem húsið stendur á er um 4.500 fermetrar.
 
Það skilyrði er sett, að því er fram kemur í heimasíðu sveitarfélagsins, að með kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun.
 
Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan, s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings. Afsal verður gefið út eftir að fullnaðarfrágangi lóðar og hússins að utan er lokið. Frestur til að skila inn tilboðum er til 31. mars 2016. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...