Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Fréttir 11. apríl 2016

Gamli barnaskólinn til sölu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Húsið, sem byggt er árið 1946, er um 910 fermetrar að stærð að meðtöldum leikfimisal sem er um 150 fermetrar að grunnfleti. Lóðin sem húsið stendur á er um 4.500 fermetrar.
 
Það skilyrði er sett, að því er fram kemur í heimasíðu sveitarfélagsins, að með kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun.
 
Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan, s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings. Afsal verður gefið út eftir að fullnaðarfrágangi lóðar og hússins að utan er lokið. Frestur til að skila inn tilboðum er til 31. mars 2016. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...