Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Garðyrkja í geimnum
Fréttir 20. maí 2015

Garðyrkja í geimnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Konunglegar breska garðyrkjufélagið og breska geimferðamiðstöðin vinna sameiginlega að verkefni sem felst í því að finna plöntur sem geimfarar geta ræktað og borðað á könnunarferðum um óravíddir geimsins.

Seinna á þessu ári mun breskur geimfari hafa meðferðis í Alþjóðlegur geimstöðina sem er á braut umhverfis jörðina ríflega milljón fræ af klettasalati. Fræið verður í geimstöðinni í sex mánuði. Eftir að það kemur aftur til jarðarinnar verður því dreift til skóla víðsvegar um Bretlandseyjar. Hugmyndin er að fá skólabörn til að rækta plöntur upp af fræinu sem sent var út í geiminn samhliða fræi sem hefur alla sína tíð verið á Jörðinni og kanna hvort munur sé á vextinum.

Tilgangur verkefnisins er því tvíþættur, að kanna hvort fræ af klettasalati þoli geymslu úti í geimnum og auka áhuga barnanna á grasafræði og ræktun.

Hvað á að borða í geimnum?
Áhugi geimrannsóknamanna hefur lengi beinst að því hvort maðurinn geti í framtíðinni tekist á við langar geimferðir og jafnvel búsetu á öðrum hnöttum. Til að svo geti orðið þarf að leysa það á hverju geimfarar og landnemar eiga að nærast.

Í dag er miðað við að hver geimfari þurfi fimm kíló að mat og vatni á dag þannig að magnið sem flytja þyrfti með á löngum geimferðum er gríðarlegt. Hugmyndir eru uppi um að byggja stöð á tunglinu og við núverandi aðstæður þyrfti að ferja þangað matvæli reglulega með tilhlíðandi kostnaði.

Nærtækast er að hugsa sér að geimfararnir og landnemarnir rækti matinn sinn sjálfir og hann komi úr plönturíkinu að minnsta kosti fyrst um sinn.  

Hvað plöntur vaxa best í geimnum?
Rannsóknir á því hvort hægt væri að rækta plöntur í geimnum hófust strax árdaga geimrannsókna á sjötta áratug síðustu aldar. Fræ sem hafa spírað í geimnum sýna þrátt fyrir fjarlægðina frá Jörðinni tilhneigingu til að senda rætur sínar í átt að aðdráttarafli jarðar. Tilraunir sem gerðar voru um borð í bandarísku geimskutlunni benda til að mismunandi plöntur vaxi misvel í þyngdarleysi.

Sé slíkt raunin er nauðsyslegt að komast að því hvað plöntur vaxa best og eru líklegar til að gefa mesta uppskeru í geimleiðangri sem getur tekið áratugi eða sem líklegra er margar kynslóðir geimfara.

Svo skemmtilega vill til að klettasalat kallast „rocket“ á ensku vegna þess hvað það er hraðvaxta. 

Skylt efni: Garðyrkja | geimrannsóknir

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f