Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nemendur í kjötiðn á Akureyri.
Nemendur í kjötiðn á Akureyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 22. febrúar 2016

Gera þarf námið sýni­legra og meira spennandi

Höfundur: smh
Á félagsfundi Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, sem haldinn var 28. janúar, var staða náms í kjötiðn til umræðu – en nýverið bárust fréttir af því að báðum kennurum í faginu hafi verið sagt upp störfum við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Enginn nemandi hafði sótti um í náminu fyrir yfirstandandi önn.
 
Níels Olgeirsson, formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands, benti á þá staðreynd á fundinum að fyrirtæki sem taka nema á samning í kjötiðn fái greitt fyrir það. Það sé fjárhæð sem eigi að standa straum af þeim aukakostnaði sem felst í því að vera með nema. Hann sagði að áður fyrr hafi það verið þannig að kjötvinnslur væru reknar á nemum, það er að segja að nemar voru það fjölmennir að þeir báru uppi starf kjötvinnslanna. Í dag sé það þannig að kjötiðnaðarmenn og meistarar séu yfirmenn í vinnslunum, en verkin unnin af ófaglærðu fólki – og mestmegnis útlendingum.
 
Níels sagði að Danir hafi stytt bóknám úr 12 mánuðum í 9 mánuði og velti upp þeirri hugmynd hvort þetta væri til eftirbreytni fyrir íslenskan kjötiðnað. Gera þyrfti námið í kjötiðn sýnilegra og meira spennandi til að fá nema í greininni. Þá væri vandamál að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu væru ekki spennt fyrir því að taka nema.
 
Dapurlegt að þurfa að hætta eftir 18 ára kennslu
 
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, sem hefur hýst nám í kjötiðn, kom og útskýrði stöðu mála af hálfu skólans. Í máli hennar kom fram að staðan væri dapurleg, eftir 18 ára kennslu í kjötiðn í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún sagði að það þyrfti 12 nema að lágmarki í hverri grein í matvælakennslu í skólanum, til að reksturinn stæði undir sér. Undanfarin  18 ár hefðu verið útskrifaðir 2,2 nemar á ári í kjötiðn. Benti hún á að margir nemar kæmu í grunnnám í matvælageiranum og eftir það væru þeir í erfiðri stöðu til áframhaldandi náms. Þeir þyrftu að finna fyrirtæki, til dæmis í kjötiðn, finna meistara þar innan veggja sem vildi skrifa upp á námssamning og fá samþykki fyrirtækis til nematöku til að hægt væri að halda áfram. Ferlið væri of þungt og það væri hindrun. Síðan tæki við vinna í 18 mánuði ef samningur fengist og svo lægi leiðin í skólann. 
 
Hún sagði að nú væri það undir kjötiðnaðarmönnum sjálfum komið hvað þeir vildu gera fyrir námskrá sína og hvaða breytingar þeir vildu sjá fyrir greinina í framtíðinni.
 
Margrét benti á að ekki væri hægt að reka tvo skóla fyrir svona fámennan hóp nema. Hún sagðist vera tilbúin að endurráða kennara ef menntamálaráðuneytið styrkti skólann aukalega þar til málin væru komin í betra horf. Efnisgjöld  í verknámi  hefðu ekki hækkað síðan 2004. Aldur nema í kjötiðnaði hefði hækkað og væri um 30 ár. Ekki væri um unglinga að ræða heldur menn sem væru komnir með reynslu í faginu og ekki víst að núverandi námskrá hentaði.  
 
Jón Karl Jónsson, formaður fag­sviðs Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna hjá MATVÍS, sagði að efla þyrfti starfs- og verknám – og jafnvel byrja kynningar á náminu á fyrstu skólastigunum. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...