Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nemendur í kjötiðn á Akureyri.
Nemendur í kjötiðn á Akureyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 22. febrúar 2016

Gera þarf námið sýni­legra og meira spennandi

Höfundur: smh
Á félagsfundi Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, sem haldinn var 28. janúar, var staða náms í kjötiðn til umræðu – en nýverið bárust fréttir af því að báðum kennurum í faginu hafi verið sagt upp störfum við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Enginn nemandi hafði sótti um í náminu fyrir yfirstandandi önn.
 
Níels Olgeirsson, formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands, benti á þá staðreynd á fundinum að fyrirtæki sem taka nema á samning í kjötiðn fái greitt fyrir það. Það sé fjárhæð sem eigi að standa straum af þeim aukakostnaði sem felst í því að vera með nema. Hann sagði að áður fyrr hafi það verið þannig að kjötvinnslur væru reknar á nemum, það er að segja að nemar voru það fjölmennir að þeir báru uppi starf kjötvinnslanna. Í dag sé það þannig að kjötiðnaðarmenn og meistarar séu yfirmenn í vinnslunum, en verkin unnin af ófaglærðu fólki – og mestmegnis útlendingum.
 
Níels sagði að Danir hafi stytt bóknám úr 12 mánuðum í 9 mánuði og velti upp þeirri hugmynd hvort þetta væri til eftirbreytni fyrir íslenskan kjötiðnað. Gera þyrfti námið í kjötiðn sýnilegra og meira spennandi til að fá nema í greininni. Þá væri vandamál að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu væru ekki spennt fyrir því að taka nema.
 
Dapurlegt að þurfa að hætta eftir 18 ára kennslu
 
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, sem hefur hýst nám í kjötiðn, kom og útskýrði stöðu mála af hálfu skólans. Í máli hennar kom fram að staðan væri dapurleg, eftir 18 ára kennslu í kjötiðn í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún sagði að það þyrfti 12 nema að lágmarki í hverri grein í matvælakennslu í skólanum, til að reksturinn stæði undir sér. Undanfarin  18 ár hefðu verið útskrifaðir 2,2 nemar á ári í kjötiðn. Benti hún á að margir nemar kæmu í grunnnám í matvælageiranum og eftir það væru þeir í erfiðri stöðu til áframhaldandi náms. Þeir þyrftu að finna fyrirtæki, til dæmis í kjötiðn, finna meistara þar innan veggja sem vildi skrifa upp á námssamning og fá samþykki fyrirtækis til nematöku til að hægt væri að halda áfram. Ferlið væri of þungt og það væri hindrun. Síðan tæki við vinna í 18 mánuði ef samningur fengist og svo lægi leiðin í skólann. 
 
Hún sagði að nú væri það undir kjötiðnaðarmönnum sjálfum komið hvað þeir vildu gera fyrir námskrá sína og hvaða breytingar þeir vildu sjá fyrir greinina í framtíðinni.
 
Margrét benti á að ekki væri hægt að reka tvo skóla fyrir svona fámennan hóp nema. Hún sagðist vera tilbúin að endurráða kennara ef menntamálaráðuneytið styrkti skólann aukalega þar til málin væru komin í betra horf. Efnisgjöld  í verknámi  hefðu ekki hækkað síðan 2004. Aldur nema í kjötiðnaði hefði hækkað og væri um 30 ár. Ekki væri um unglinga að ræða heldur menn sem væru komnir með reynslu í faginu og ekki víst að núverandi námskrá hentaði.  
 
Jón Karl Jónsson, formaður fag­sviðs Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna hjá MATVÍS, sagði að efla þyrfti starfs- og verknám – og jafnvel byrja kynningar á náminu á fyrstu skólastigunum. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...