Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Fréttir 9. september 2019

Gerjaðir drykkir í eldlínunni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / – foodnavigator-usa.com
Svo virðist sem sala á gerjuðum drykkjum sé í hæstu hæðum um þessar mundir en vestanhafs hefur sala á Kombucha og gerjuðum drykkjum margfaldast milli ára. 
 
Í fyrra seldist um 40 prósent meira af drykknum en árið 2017 í Bandaríkjunum. Þessi sveifla kemur örlítið niður á sölu á kókosvatni sem fór niður um tæp 10 prósent á sama tíma. 
 
Enn sem komið er lítur út fyrir að vinsældir slíkra drykkja séu mestar á vesturströnd Bandaríkjanna og trónir salan efst í borgum eins og San Diego, Seattle, Portland, San Francisco og Spokane. Söluhæstu drykkirnir innihalda engifer og ber af ýmsu tagi. 
 
Kombucha er í raun svart te sem hefur verið gerjað. Við gerjunina fyllist drykkurinn af góðgerlum, ensímum og vítamínum, sérstaklega B-vítamínum. Drykkurinn er um tvö þúsund ára gamall og hefur verið nefndur ódauðlega heilsuseyðið af Kínverjum. Kombucha er kolsýrður og er því góður í stað hefðbundinna gosdrykkja. 
 

Skylt efni: kombucha | gerjun

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...