Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Fréttir 9. september 2019

Gerjaðir drykkir í eldlínunni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / – foodnavigator-usa.com
Svo virðist sem sala á gerjuðum drykkjum sé í hæstu hæðum um þessar mundir en vestanhafs hefur sala á Kombucha og gerjuðum drykkjum margfaldast milli ára. 
 
Í fyrra seldist um 40 prósent meira af drykknum en árið 2017 í Bandaríkjunum. Þessi sveifla kemur örlítið niður á sölu á kókosvatni sem fór niður um tæp 10 prósent á sama tíma. 
 
Enn sem komið er lítur út fyrir að vinsældir slíkra drykkja séu mestar á vesturströnd Bandaríkjanna og trónir salan efst í borgum eins og San Diego, Seattle, Portland, San Francisco og Spokane. Söluhæstu drykkirnir innihalda engifer og ber af ýmsu tagi. 
 
Kombucha er í raun svart te sem hefur verið gerjað. Við gerjunina fyllist drykkurinn af góðgerlum, ensímum og vítamínum, sérstaklega B-vítamínum. Drykkurinn er um tvö þúsund ára gamall og hefur verið nefndur ódauðlega heilsuseyðið af Kínverjum. Kombucha er kolsýrður og er því góður í stað hefðbundinna gosdrykkja. 
 

Skylt efni: kombucha | gerjun

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...