Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búfjárbændur eru með undanþágu til næsta sumars til endurnýtingar á sínum eyrnamerkjum.
Búfjárbændur eru með undanþágu til næsta sumars til endurnýtingar á sínum eyrnamerkjum.
Mynd / smh
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á sauðfé, geitum og nautgripum.

Sauðfjár- og geitabændur eru hins vegar á undanþágu og geta endurnýtt þau til 1. júlí á næsta ári en þá ætlar Matvælastofnun að fylgja ákvæðinu eftir að fullu.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að hún hyggist taka þátt í þróun á nýju fyrirkomulagi örmerkja í sauðfé með hagaðilum.

Lágmarka þarf kostnaðarauka bænda

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að þörf sé á að finna góða varanlega lausn til að lágmarka þann kostnaðarauka sem þetta mun hafa í för með sér fyrir bændur.

Hann segist vonast til að geta komið að borðinu með öllum hagaðilum málsins og fundið málinu viðunandi farveg.

Fjallað var um málið í Bændablaðinu í mars. Þá kom fram að í úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) síðasta haust hafi komið fram athugasemdir um að bændum væri heimilt að taka með sér örmerki heim úr sláturhúsum og endurnýta þau.

Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sagði þá að reglur um notkun eyrnamerkja hér á landi byggðu á Evrópureglugerð frá árinu 2016. Þar kæmi skýrt fram að einstaklingsnúmer gripa skuli vera einkvæm, sem þýði að þau eigi ekki að geta komið fram á öðrum gripum.

Hluti af úrbótaáætlun gagnvart ESA

Að sögn Freydísar Dönu Sigurðardóttur, fagsviðsstjóra kjötafurða hjá Matvælastofnun, þá var árétting stofnunarinnar hluti af nokkrum þáttum í úrbótaáætlun gagnvart ESA. „Úttektarnefndin benti á að með því að leyfa endurnotkun á örmerkjum í sauðfé værum við ekki að fylgja ákvæðum reglugerða EES-samningsins.

Í úttektinni í sláturhúsum varð nefndin ekki vör við aðra endurnýtingu á merkjum,“ segir Freydís.

Skylt efni: eyrnamörk

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...