Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur sem var haldinn í gær. Nær undantekningalaust tóku kauptilboð mið af settu hámarksverði, eða 294 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, sem varð því jafnvægisverð.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu bárust 13 gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur en gild tilboð um kaup voru 209. Þetta er annar markaðurinn með greiðslumark eftir að samið var um endurskoðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. Þetta er hins vegar fyrsti markaðurinn eftir að ákveðið var að hámarksverð á markaði myndi nema þreföldu afurðastöðvaverði.

Þrjú kauptilboð undir jafnvægisverði

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins. Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru þrjú.

„Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 294  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Niðurstöður tilboðsmarkaðarins voru annars eftirfarandi:

  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru  9.762.556 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 42.499 lítrar.  Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 12.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...