Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Landsmót hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2012.
Landsmót hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2012.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. desember 2017

Góðar viðtökur við forsölutilboði sem lýkur á gamlársdag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Miðasalan fer mjög vel af stað,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík á komandi sumri.
 
Gert er ráð fyrir að 10 til 12 þúsund gestir sæki mótið, en það stendur yfir í viku, frá 1. til 8. júlí.  Forsala miða á Landsmót stendur út desembermánuð. Verð á vikupassa í forsölu fyrir fullorðna er 15.900 krónur og eru 3.500 miðar boðnir á því verði. Fullt verð á vikupassa við upphaf móts verður 23.500 krónur. 
 
Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2018.  Mynd / MÞÞ
 
Sprenging í sölu á gamlárdag
 
Áskell Heiðar segir þess þegar vart að mikill áhugi sé fyrir mótinu og einkum megi merkja aukinn áhuga útlendinga sem þegar hafa í nokkrum mæli fest kaup á miðum. 
 
„Sala til útlendinga er hlutfallslega meiri nú en við höfum áður séð,“ segir hann.  „Það eru fjölmargir sem ætla sér á Landsmótið og eru því ekki neitt að bíða með miðakaupin, enda verðið hagstætt nú fram til áramóta. Það er vaxandi þungi í sölunni og greinilegt að eitthvað verður um að miði á mótið rati í jólapakka hestamanna,“ segir hann. Slíkt var einnig upp á teningnum fyrir tveimur árum, fyrir Landsmótið á Hólum, en þá varð algjör sprengja í sölu miða síðasta daginn sem tilboðið var, á gamlársdag.
 
Þórdís Anna mótsstjóri
 
Áskell Heiðar segir undirbúning ganga að óskum. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur verið ráðin mótsstjóri og er þetta fjórða mótið sem hún tekur þátt í að undirbúa og framkvæma. Þessa dagana er verið að hnýta síðustu hnútana í samningum við styrktaraðila, auk þess sem skipulag ýmissa þátta viðburðarins er komið á fullt. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum veitingasölum, en stefnt er að því að bjóða fjölbreytt framboð af mat á mótssvæðinu og þá hefur einnig verið auglýst eftir fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja selja varning og þjónustu á mótinu.
 
Drög að dagskrá mótsins liggja fyrir inni á vef mótsins, landsmot.is, en börn og ungmenni verða í öndvegi fyrsta dag þess. Mótssvæðið sjálft er glæsilegt, en m.a. hefur ný áhorfendabrekka verið gerð við aðalvöllinn og kynbótavöllur hefur verið færður nær áhorfendum og betrumbættur. Síðast var Landsmót haldið á Fákssvæðinu árið 2012.  
 
Beint í æð frá Rússlandi
 
Þó svo að hestar og knapar verði í aðal­hlutverki á Lands­móti hittist svo á að karlalandslið Íslands í knattspyrnu tekur á sama tíma þátt í HM í Rússlandi og segir Áskell Heiðar að svo verði búið um hnúta að knattspyrnuunnendur muni ekki missa af neinu. „Við munum útbúa fyrsta flokks aðstöðu á mótssvæðinu þannig að okkar gestir njóta beinnar útsendingar á risaskjá, við lofum svo auðvitað góðri stemningu,“ segir hann. 
 
„Við finnum fyrir miklum spenningi fyrir mótinu, Fákur, sem nú heldur mótið, er fjölmennt félag og þar ætla allir að leggjast á eitt að halda frábært Landsmót og taka vel á móti gestum.  Ég veit að hestakosturinn verður glæsilegur og er því sannfærður um að þetta verður hin besta skemmtun,“ segir Áskell Heiðar. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...