Gott handbragð úr Dölunum
Mjólkursamsalan var að sjálfsögðu að kynna vörur sínar á fyrsta Búgreinaþinginu sem haldið er hér á landi í framhaldi af sameiningu hinna ýmsu búgreina undir hatt Bændasamtaka Íslands.
Unnur Gunnarsdóttir stóð vaktina í bás MS á þinginu og kynnti hina einstöku Dalaosta og gott handbragð út Dölunum. Ekki var annað að sjá en að gestir kynnu vel að meta. Þótt vettvangur slíkra funda hafi verið í Bændahöllinni, Hótel Sögu, allar götur frá því hótelið var tekið í notkun 1962, þá hafa aðstæður nú breyst með sölu á hótelinu til Háskóla Íslands. Því var Búgreinaþingið haldið á Hótel Natura sem er gamla Loftleiðahótelið við Reykjavíkurflugvöll.