Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Fréttir 16. september 2022

Gönguleið hefur áhrif á helti

Höfundur: Magasinet Kvæg-SNS

Þegar kýr eru á beit þurfa þær auðvitað að ganga til og frá fjósinu til þess að komast á beitarstykkið.

Oft eru þessar gönguleiðir kúnna malarbornar, svo þær vaðist ekki upp, en það skiptir þó verulegu máli hvernig staðið er að frágangi á þessum gönguleiðum.

Þetta var sérstaklega skoðað í írskri rannsókn þar sem gerður var samanburður á tíðni helti kúa og frágangi á gönguleiðum 99 kúabúa. Í ljós kom að þar sem finna mátti lausa steina á helstu gönguleiðum kúnna, þar var meira um helti.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þar sem voru rimlar framan við inngang inn í fjósin, sem oft er á búum sem beita mikið, eins og t.d. írskum kúabúum, þar var einnig meira um helti.

Þetta kemur líklega fæstum á óvart enda eru kýr ekki sérlega liprar á sér og eiga ekki auðvelt með að sveigja fram hjá ójöfnum við göngu sína. Þegar þær misstíga sig, t.d. þegar þær stíga óvart á stein eða misfellu í undirlaginu eins og á rimlum, getur það orsakað skaða á sólanum eða hvítu línunni sem tengir sólann við klaufvegginn

Skylt efni: Kýr

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...