Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
HA innleiddi að eigin frumkvæði flokkunarkerfi á sorpi sem hefur hlotið mikla athygli en skólinn hefur flaggað Grænfánanum síðan 2013.
HA innleiddi að eigin frumkvæði flokkunarkerfi á sorpi sem hefur hlotið mikla athygli en skólinn hefur flaggað Grænfánanum síðan 2013.
Fréttir 7. mars 2016

Græn bílastæði tekin í notkun á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Háskólinn á Akureyri hefur á undanförnum árum verið leiðandi í innleiðingu á umhverfisvænum lausnum í sínum rekstri. Nýjasta verkefnið er að bjóða ívilnun á bílastæðum skólans, þ.e. betra aðgengi og frítt rafmagn fyrir þá sem koma á umhverfisvænum bílum.
 
Um er að ræða sex græn bílastæði. Tvö þeirra eru klukkustæði næst háskólabyggingunum en fjögur gefa fólki kost á að hlaða rafmagnsbílana sína á dagvinnutíma eða opnunartíma skólans. Í þessi stæði má einungis leggja bílum sem geta gengið fyrir hreinum innlendum orkugjöfum eins og metani eða rafmagni.
 
Ódýr aðgerð fyrir skólann
 
Nýju bílastæðin voru formlega tekin í notkun á dögunum. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, lagði af því tilefni áherslu á að rafvæðing íslenska bílaflotans væri í raun aðgerð sem allir gætu tekið þátt í. Með því að veita starfsmönnum og nemendum aðgengi að hefðbundnu rafmagni þá geti eigendur rafbíla hlaðið bílana sér að kostnaðarlausu. Ekki er um hraðhleðslustöðvar að ræða heldur nota eigendur eigin búnað til að setja í samband við hefðbundna 16 ampera innstungu. Bílar nemenda og starfsfólks standa yfirleitt í nokkra klukkutíma á dag við skólann og því nýtist tíminn til hefðbundinnar hleðslu. „Þetta er ódýr aðgerð fyrir skólann en er framlag HA til þess að auðvelda rafbílavæðingu og notkun annarra vistvænna orkugjafa,“ sagði Eyjólfur.
 
Leggja sitt af mörkum
 
Í lok síðasta árs og í kjölfar loftslagsráðstefnunnar í París í byrjun desember buðu FESTA og Reykjavíkurborg stofnunum og fyrirtækjum að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum. Háskólinn á Akureyri tekur virkan þátt í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda með því að minnka útblástur frá bifreiðum. Starfsmenn HA leigja bifreiðar í ferðum til Reykjavíkur og á hinum ýmsu stöðum um land allt. Nýjar reglur háskólans munu kveða á um að starfsmenn þurfi að leigja rafmagnsbíl ef vegalengdir þeirra verða 100 km eða styttri í hverri leigu, en mega líka kjósa sér rafmagnsbifreið sjálfir þó um lengri vegalengdir sé að ræða. Með þessu móti er stuðlað að því að draga verulega úr fótspori Háskólans á Akureyri gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda, segir í frétt á vef skólans. 

4 myndir:

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...