Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Talið er að skyr undir merki Íseyjar-skyrs sé framleitt í leyfisleysi í Rússlandi.
Talið er að skyr undir merki Íseyjar-skyrs sé framleitt í leyfisleysi í Rússlandi.
Fréttir 31. janúar 2024

Grafist fyrir um ólöglegt Íseyjar-skyr í Rússlandi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Áhöld eru um hvort bann, sem Ísey útflutningur ehf. setti á framleiðslu Íseyjar-skyrs í Rússlandi árið 2022, hefur verið virt.

Ómar Geir Þorgeirsson.

Svo virðist sem skyr sé enn í framleiðslu og sölu undir vörumerkinu Ísey (ISEY) í Rússlandi en líklega inniheldur það ekki gerilinn sem notaður er við framleiðslu ekta Íseyjar-skyrs.

Greint hefur verið frá því að á allnokkrum stöðum í Rússlandi megi enn fá Ísey-skyr, svo sem í borgunum Moskvu, Sochi, Kislovodsk og V.Novgorod. Skyrið hefur verið auglýst til sölu á vef verslanakeðjunnar Vkusville og er þar sagt framleitt í V.Novgorod af fyrirtækinu Lactis JSC. Skv. frétt Mannlífs fyrr í mánuðinum mátti skömmu fyrir síðustu áramót sjá Ísey skyr í hillum verslunarkeðjunnar Perekrestok í Kislovodsk-borg.

Samningi rift vegna stríðsreksturs

Ísey útflutningur ehf. rifti í vetrarlok árið 2022 leyfissamningi við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkinu ISEY- skyr fyrir Rússlandsmarkað. Var það gert vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Samhliða ákvörðun um að rifta leyfissamningnum dró Kaupfélag Skagfirðinga sig út úr eignarhaldi á félaginu IcePro, sem hafði fengið annað fyrirtæki, Lactis (Glavnaja Laktíka), til sjálfrar framleiðslunnar.

Í tilkynningu frá Ísey útflutningi ehf., sem er systurfyrirtæki Mjólkursamsölunnar, 4. apríl 2022, kom fram að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyrs í Rússlandi yrði hætt „og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands. Árið 2018 hóf framangreint rússneskt félag, í eigu þarlendra aðila og áður Kaupfélags Skagfirðinga, framleiðslu og dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi samkvæmt umræddum leyfissamningi sem nú hefur verið rift,“ segir í tilkynningunni.

Nokkru síðar mun hafa verið lokað fyrir að Lactis hefði aðgang að gerlinum sem þarf í vöruna. Hann er geymdur í Danmörku.

Verja eign MS og kúabænda

Ómar Geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf., þekkti að sögn ekki til málsins þegar það komst í hámæli í byrjun janúar en lét þá hafa eftir sér að væri Ísey skyr enn framleitt í Rússlandi væri það í óþökk fyrirtækisins.

Erfitt væri þó að framfylgja því að ekki sé framleitt skyr undir þeirra
merki en ef satt væri yrði reynt að koma í veg fyrir slíka framleiðslu. Ísey útflutningur myndi grípa til aðgerða til að vernda lögmæta eign MS og íslenskra kúabænda.

„Við höfum með aðstoð okkar lögfræðinga gengið í að afla okkur upplýsinga um þetta mál. Það verkefni er í vinnslu og við bíðum svara,“ segir Ómar.

Ekki hafi fengist staðfest að skyr undir merkjum Ísey skyrs væri selt í Rússlandi en verið sé að kanna það. Meðan ekki fáist nægjanlegar upplýsingar sé ekki unnt að fara í lögbannsaðgerðir eða kröfur um greiðslur, en það eru þær tvær aðgerðir sem, að sögn Ómars, eru hugsanlegar í framhaldinu. Hann segir jafnframt útilokað að í rússnesku framleiðslunni sé verið að nota geril Ísey skyrs.

„Eins og komið hefur fram er mjög erfitt að vernda rétt okkar núna í Rússlandi af auðskiljanlegum ástæðum. Við munum því nýta okkur lögfræðileiðina og gerum ráð fyrir að við náum árangri með þeim aðgerðum,“ segir Ómar jafnframt og á von á að málið geti tekið tals- verðan tíma.

Ísey skyr er nú selt í 14 löndum auk Íslands.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...