Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Talið er að skyr undir merki Íseyjar-skyrs sé framleitt í leyfisleysi í Rússlandi.
Talið er að skyr undir merki Íseyjar-skyrs sé framleitt í leyfisleysi í Rússlandi.
Fréttir 31. janúar 2024

Grafist fyrir um ólöglegt Íseyjar-skyr í Rússlandi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Áhöld eru um hvort bann, sem Ísey útflutningur ehf. setti á framleiðslu Íseyjar-skyrs í Rússlandi árið 2022, hefur verið virt.

Ómar Geir Þorgeirsson.

Svo virðist sem skyr sé enn í framleiðslu og sölu undir vörumerkinu Ísey (ISEY) í Rússlandi en líklega inniheldur það ekki gerilinn sem notaður er við framleiðslu ekta Íseyjar-skyrs.

Greint hefur verið frá því að á allnokkrum stöðum í Rússlandi megi enn fá Ísey-skyr, svo sem í borgunum Moskvu, Sochi, Kislovodsk og V.Novgorod. Skyrið hefur verið auglýst til sölu á vef verslanakeðjunnar Vkusville og er þar sagt framleitt í V.Novgorod af fyrirtækinu Lactis JSC. Skv. frétt Mannlífs fyrr í mánuðinum mátti skömmu fyrir síðustu áramót sjá Ísey skyr í hillum verslunarkeðjunnar Perekrestok í Kislovodsk-borg.

Samningi rift vegna stríðsreksturs

Ísey útflutningur ehf. rifti í vetrarlok árið 2022 leyfissamningi við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkinu ISEY- skyr fyrir Rússlandsmarkað. Var það gert vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Samhliða ákvörðun um að rifta leyfissamningnum dró Kaupfélag Skagfirðinga sig út úr eignarhaldi á félaginu IcePro, sem hafði fengið annað fyrirtæki, Lactis (Glavnaja Laktíka), til sjálfrar framleiðslunnar.

Í tilkynningu frá Ísey útflutningi ehf., sem er systurfyrirtæki Mjólkursamsölunnar, 4. apríl 2022, kom fram að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyrs í Rússlandi yrði hætt „og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands. Árið 2018 hóf framangreint rússneskt félag, í eigu þarlendra aðila og áður Kaupfélags Skagfirðinga, framleiðslu og dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi samkvæmt umræddum leyfissamningi sem nú hefur verið rift,“ segir í tilkynningunni.

Nokkru síðar mun hafa verið lokað fyrir að Lactis hefði aðgang að gerlinum sem þarf í vöruna. Hann er geymdur í Danmörku.

Verja eign MS og kúabænda

Ómar Geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf., þekkti að sögn ekki til málsins þegar það komst í hámæli í byrjun janúar en lét þá hafa eftir sér að væri Ísey skyr enn framleitt í Rússlandi væri það í óþökk fyrirtækisins.

Erfitt væri þó að framfylgja því að ekki sé framleitt skyr undir þeirra
merki en ef satt væri yrði reynt að koma í veg fyrir slíka framleiðslu. Ísey útflutningur myndi grípa til aðgerða til að vernda lögmæta eign MS og íslenskra kúabænda.

„Við höfum með aðstoð okkar lögfræðinga gengið í að afla okkur upplýsinga um þetta mál. Það verkefni er í vinnslu og við bíðum svara,“ segir Ómar.

Ekki hafi fengist staðfest að skyr undir merkjum Ísey skyrs væri selt í Rússlandi en verið sé að kanna það. Meðan ekki fáist nægjanlegar upplýsingar sé ekki unnt að fara í lögbannsaðgerðir eða kröfur um greiðslur, en það eru þær tvær aðgerðir sem, að sögn Ómars, eru hugsanlegar í framhaldinu. Hann segir jafnframt útilokað að í rússnesku framleiðslunni sé verið að nota geril Ísey skyrs.

„Eins og komið hefur fram er mjög erfitt að vernda rétt okkar núna í Rússlandi af auðskiljanlegum ástæðum. Við munum því nýta okkur lögfræðileiðina og gerum ráð fyrir að við náum árangri með þeim aðgerðum,“ segir Ómar jafnframt og á von á að málið geti tekið tals- verðan tíma.

Ísey skyr er nú selt í 14 löndum auk Íslands.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...