Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gott afurðaverð fæst fyrir lífrænt vottað lambakjöt, sem selt er beint frá býli.
Gott afurðaverð fæst fyrir lífrænt vottað lambakjöt, sem selt er beint frá býli.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. september 2024

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir í Sölvanesi í Skagafirði eru einu sauðfjárbændurnir á Íslandi sem stunda lífrænt vottaðan búskap.

Allnokkur sauðfjárbú voru lífrænt vottuð fyrir um átta árum, en eftir að tilteknar undanþágur Evrópusambandsins gagnvart Íslandi féllu niður á árinu 2017, meðal annars um heimild til notkunar á grindargólfum, fækkaði þeim hratt og eftir stendur nú aðeins Sölvanes.

Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru með lífrænt vottaðan sauðfjárbúskap í Sölvanesi í Skagafirði.

Rúnar Máni Gunnarsson og Eydís Magnúsdóttir í Sölvanesi fengu lífræna vottun á árinu 2022, enda ekki með grindargólf. En um leið og vottunin var komin í hús bárust þeim þau tíðindi að Sláturhús SAH afurða á Blönduósi, það eina með lífræna vottun á Norðurlandi, ætlaði að hætta með vottunina. Þau hafa síðan þurft að greiða sjálf fyrir úttektina sem Vottunarstofan Tún gerir fyrir hverja sláturtíð, enda of langt að keyra með sláturféð í Borgarnes þar sem Sláturhús Vesturlands er með vottun.

Greiða sjálf fyrir úttektina

„Við ætlum að halda okkar striki núna í haust og láta taka sérstaklega út okkar slátrun til að halda vottuninni – sem við borgum svo sjálf fyrir. Sláturhúsið tekur svo slátrunina að sér sem verktaki,“ segir Eydís. Rúnar bætir við að auðvitað sé þetta íþyngjandi kostnaður en það sé eini möguleikinn í stöðunni að taka hann á sig. „Þetta hefur kostað okkur mikla vinnu að fara í gegnum vottunarferlið, þannig að við ákváðum bara að gera það sem hægt var til að halda vottuninni.“

Þau segja að það hafi gengið vel hjá þeim frá því að þau fengu vottunina. Afkoman væri almennt betri og því væri það réttlætanlegt að taka á sig aukinn kostnað bæði við sjálfa vottunina fyrir sitt vörumerki en einnig sláturferlið. „Við seljum eingöngu beint frá býli, höfum varla lagt inn skrokk til afurðastöðvar frá 2019. Við höfum tekið skrokkana úr sláturhúsinu og unnið þá í BioPol á Skagaströnd, vinnslueldhúsinu þar. Það er mjög þægilegt, enda góð aðstaða þar og stutt að fara frá Blönduósi.

Lágmarksverð 2.000 krónur á kílóið

Spurð frekar um afkomuna og afurðaverð fyrir lífrænt vottað lambakjöt, segja þau að að það sé alltaf spurning hvernig eigi að reikna sér tekjurnar. „Þetta er auðvitað talsvert meiri vinna en við fáum talsvert meira fyrir afurðirnar,“ segir Rúnar. Eydís segir að á síðasta ári hafi lágmarksverð fyrir þeirra afurðir verið tvö þúsund krónur á kílóið, en til samanburðar má nefna að samkvæmt útgefnum afurðaverðsskrám kjötafurða- stöðvanna fyrir komandi sláturtíð er reiknað afurðaverð rúmlega þúsund krónur á kílóið að meðaltali.

Afurðaverð fyrir úrbeinað kjöt, steikur og aðra betri hluta af lambskrokknum segir Eydís að sé svo auðvitað mun hærra.

„Við erum með lítið bú, aðeins um 200 kindur, og þar af leiðandi er þetta tiltölulega há prósenta af innkomunni sem fer í þessar vottanir,“ segir Rúnar, en þau reka einnig ferðaþjónustu á bænum auk þess sem hann starfar utan bús sem frjótæknir.

Þau hvetja sauðfjárbændur sem hafi til þess aðstöðu að skoða möguleikann á því að fara að þeirra fordæmi. Þau hafi sjálf ekki verið með grindargólf og því hentað þeim vel á sínum tíma að sækjast eftir vottuninni. „Okkur finnst reyndar þetta bann á grindargólfum vera fráleitt. En kannski hentar einhverjum bændum sem eru enn með sitt fé á taði eins og við vorum, að skoða betur þennan möguleika í því skyni að fá meira fyrir afurðir sínar.“

Stuðningur við afurðastöðvar

Í aðgerðaáætlun stjórnvalda, um eflingu lífrænnar framleiðslu, sem gefin var út fyrir skemmstu er tiltekið sérstaklega í einni aðgerðinni að styðja skuli sérstaklega við afurðastöðvar. Þar segir að „kannaðir verði kostir þess að sérstakir styrkir verði boðnir afurðafyrirtækjum í landbúnaði til að mæta kostnaði vegna lífrænnar vottunar.“

Þar segir einnig að í dag sé ein kjötafurðastöð og ein mjólkurvinnsla með lífræna vottun og dæmi séu um að framleiðendur sjálfir hafi þurft að leggja út fyrir kostnaði við slátrun fyrir lífrænt ræktaðar kjötafurðir. Greina þurfi kostnað og mögulegar útfærslur á slíkum stuðningi. „Mér fannst þetta mjög jákvætt og getur hjálpað til við að fjölga sauðfjárbændum með lífræna vottun,“ segir Rúnar að lokum.

Skylt efni: lífræn vottun | Sölvanes

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...