Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grísir í garðinum
Fréttir 12. apríl 2018

Grísir í garðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðustu ár hefur færst í vöxt að bændur og aðrir einstaklingar kaupi einstaka svín til að ala sjálfir, sérstaklega yfir sumartímann.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsað sér að kaupa grísi þar sem dregin eru fram helstu atriði sem hafa þarf í huga.

Í leiðbeiningunum er farið yfir þær kröfur sem gerðar eru varðandi aðbúnað og velferð dýra og mikilvægi þess að afla sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun svína. Ef eigendur hafa í hyggju að selja afurðir svína sinna þurfa þeir jafnframt að kynna sér þær reglur sem gilda um matvælaframleiðslu.

Við svínahald þarf einnig að huga að smitvörnum. Svín geta borið með sér smit, einkum salmonellusmit, og þurfa kaupendur grísa að kynna sér stöðu þess bús sem keypt er frá. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir að bannað er að gefa svínum dýraafurðir  (mjólk og egg undanskilin) og eldhúsúrgang sem inniheldur dýraafurðir eða hefur komist í snertingu við dýraafurðir. Fóðrun svína með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér enda talin vera ein helsta smitleið alvarlegra smitsjúkdóma í svín.

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kaup á lifandi grísum
 

Skylt efni: Mast | grís | Svín | heimaeldi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...