Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Mynd / Jóhannes Magnússon
Fréttir 14. apríl 2016

Gullklippurnar í hendur Jóns Ottesen

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Það var handagangur í öskjunni þegar sex úrvalsrúningsmenn öttu kappi í keppninni um Gullklippurnar sem haldin var á Kex Hostel í Reykjavík um liðna helgi. Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum bar sigur út býtum.

Fjöldi manns mætti og fylgdist með rúningi en á myndinni má sjá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum, bera sig faglega að við snoðrúninginn. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, var kynnir og Lilja Grétarsdóttir dæmdi af nákvæmni.

Það var síðan eitt af fyrstu embættisverkum nýs landbúnaðarráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, að afhenda Jóni Ottesen sigurlaunin. Viðburðurinn var skipulagður í samvinnu Landssamtaka sauðfjárbænda, sem endapunkturinn á aðalfundi og árshátíð, Bændablaðsins og forsvarsmanna Kex Hostel. Keppnin um Gullklippurnar var nú haldin í þriðja sinn. 

 

27 myndir:

Aðgerðaáætlun matvælastefnu
Fréttir 19. september 2024

Aðgerðaáætlun matvælastefnu

Aðgerðaáætlun matvælastefnu var gefin út á þriðjudaginn, 10. september

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...