Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Mynd / HM
Fréttir 4. ágúst 2020

Hægt að ná góðri uppskeru verði veður gott fram á haustið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Heilt yfir gengur vel hér á svæðinu. Það er enn mikið eftir af sumrinu og ef haustið verður gott ætti að nást að heyja vel,“ segir Haukur Marteinsson, formaður Bún­aðar­sambands S-Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn.
 
Haukur Marteinsson.
Hann segir að skortur á vætu hafi sett svip sinn á fyrri hluta sumars, en hefði ekki endilega haft afgerandi áhrif á fyrsta slátt, þótt dæmi væru vissulega um það frá einhverjum stöðum. „Það hefur rignt vel síðustu daga og þó það hafi líka verið kalt hef ég heyrt af því að bændur hafi borið á meiri áburð eftir slátt en vanalega í von um auka uppskeru,“ segir Haukur.
 
 
 
Endurrækt túna með mesta móti
 
Kal var gríðarmikið í sýslunni á liðnu vori og segir Haukur að búið sé að taka út kal á yfir 50 bæjum og sé það á bilinu frá 40 og upp í 90% á milli bæja, þannig að jarðrækt og endurvinnsla túna hafi verið með allra mesta móti.
 
Spretta í nýræktun er að jafnaði góð og telur Haukur að heilmikil uppskera geti náðst það sem eftir lifir sumar og fram á haust verði veður með skaplegum hætti. „Þó er auðvitað misjafnt hversu snemma að vorinu menn komust í að vinna upp tún og vissulega hefur það áhrif þar sem nýlega var búið að sá og að lenda í kjölfarið í þurrkum. Þær nýræktir sem sáð var í fyrst munu gefa mestu uppskeruna,“ segir Haukur.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...