Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Mynd / HM
Fréttir 4. ágúst 2020

Hægt að ná góðri uppskeru verði veður gott fram á haustið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Heilt yfir gengur vel hér á svæðinu. Það er enn mikið eftir af sumrinu og ef haustið verður gott ætti að nást að heyja vel,“ segir Haukur Marteinsson, formaður Bún­aðar­sambands S-Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn.
 
Haukur Marteinsson.
Hann segir að skortur á vætu hafi sett svip sinn á fyrri hluta sumars, en hefði ekki endilega haft afgerandi áhrif á fyrsta slátt, þótt dæmi væru vissulega um það frá einhverjum stöðum. „Það hefur rignt vel síðustu daga og þó það hafi líka verið kalt hef ég heyrt af því að bændur hafi borið á meiri áburð eftir slátt en vanalega í von um auka uppskeru,“ segir Haukur.
 
 
 
Endurrækt túna með mesta móti
 
Kal var gríðarmikið í sýslunni á liðnu vori og segir Haukur að búið sé að taka út kal á yfir 50 bæjum og sé það á bilinu frá 40 og upp í 90% á milli bæja, þannig að jarðrækt og endurvinnsla túna hafi verið með allra mesta móti.
 
Spretta í nýræktun er að jafnaði góð og telur Haukur að heilmikil uppskera geti náðst það sem eftir lifir sumar og fram á haust verði veður með skaplegum hætti. „Þó er auðvitað misjafnt hversu snemma að vorinu menn komust í að vinna upp tún og vissulega hefur það áhrif þar sem nýlega var búið að sá og að lenda í kjölfarið í þurrkum. Þær nýræktir sem sáð var í fyrst munu gefa mestu uppskeruna,“ segir Haukur.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...