Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í síðustu viku kynnti verðlagsnefnd búvara um hækkun á lágmarks afurðaverði til kúabænda.

Hækkar lágmarksverðið um 2,73 prósent og fer úr 132,68 krónum á lítra í 136,30 krónur á lítrann.

Í rökstuðningi verðlagsnefndarinnar kemur fram að hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2023 og tók gildi í janúar 2024.

Ákvörðunin um hækkun á afurðaverði er tekin á grundvelli verðlagsgrunns kúabús frá 2001.

Búist er við að vinnu við uppfærslu hans ljúki um næstu mánaðamót. Þá rennur út skipunartími starfandi nefndar og því líklega um síðustu ákvörðun núverandi nefndar að ræða.

Sjaldgæft er að verðlagsnefndin ákveði ekki heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum samhliða hækkunum á afurðaverðinu, en það gerðist þó núna. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir að þetta sé í annað sinn á þessum skipunartíma frá 2022 sem heildsöluverðið sé ekki hækkað. „Það hefur verið að frumkvæði iðnaðarins, sem vill með því leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgunni,“ segir hann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum helst því óbreytt

Skylt efni: Afurðaverð

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...