Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í síðustu viku kynnti verðlagsnefnd búvara um hækkun á lágmarks afurðaverði til kúabænda.

Hækkar lágmarksverðið um 2,73 prósent og fer úr 132,68 krónum á lítra í 136,30 krónur á lítrann.

Í rökstuðningi verðlagsnefndarinnar kemur fram að hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2023 og tók gildi í janúar 2024.

Ákvörðunin um hækkun á afurðaverði er tekin á grundvelli verðlagsgrunns kúabús frá 2001.

Búist er við að vinnu við uppfærslu hans ljúki um næstu mánaðamót. Þá rennur út skipunartími starfandi nefndar og því líklega um síðustu ákvörðun núverandi nefndar að ræða.

Sjaldgæft er að verðlagsnefndin ákveði ekki heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum samhliða hækkunum á afurðaverðinu, en það gerðist þó núna. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir að þetta sé í annað sinn á þessum skipunartíma frá 2022 sem heildsöluverðið sé ekki hækkað. „Það hefur verið að frumkvæði iðnaðarins, sem vill með því leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgunni,“ segir hann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum helst því óbreytt

Skylt efni: Afurðaverð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...