Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 8. september 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Uppfærslur á verðskrám slátur­leyfishafa, vegna afurðaverðs til sauðfjárbænda 2022, halda áfram að berast. Nýlega bárust uppfærslur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsi KVH og þegar tekið er tillit til þeirra hefur meðalverð á landsvísu fyrir kíló af dilkum hækkað um 35,5 prósent frá síðustu sláturtíð.

Þau leiðu mistök urðu að verðskrá ársins 2021 birtist í prentútgáfu Bændablaðsins, með umfjöllun um afurðaverð 2022. Hér birtist rétt og uppfærð verðskrá sláturleyfishafa.

Hæsta meðalverð 754 krónur

Samkvæmt útreikningum Bænda­ samtaka Íslands er hæsta verð komið í 754 krónur á kílóið, eftir að Sláturfélag Suðurlands birti uppfærslu á sinni verðskrá í síðustu viku. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa einnig birt nýlegar uppfærslur og borga næstmest, eða 753 krónur á kíló dilka.

Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára, eða 43,5 prósent.

Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé hefur einnig orðið svolítil á undanförnum tveimur vikum, eða 14,9 prósent.

Skylt efni: Afurðaverð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...