Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karvel L. Karvelsson
Karvel L. Karvelsson
Fréttir 12. apríl 2023

Hærri rekstrarkostnaður með auknum umsvifum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sex milljóna króna tap varð á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á síðasta ári en rúmlega 20 milljóna króna hagnaður hafði verið á rekstrinum árið á undan.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er dótturfélag Bændasamtaka Íslands og á Búnaðarþingi 2023 á dögunum fór Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri félagsins, yfir rekstrarafkomu og verkefnastöðu þess á síðasta ári.

Karvel segir að reksturinn hafi verið mjög viðunandi á síðasta ári. „Tekjur fyrirtækisins námu 893 milljónum, þar af 349 milljónir vegna framlaga og fjármagnstekjur 6,8 milljónir. Gjöld voru 906 milljónir,“ segir hann.

Að sögn Karvels voru bæði gjöld og tekjur mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. „Það ræðst fyrst og fremst af verkefnum sem ekki voru komin inn á fjárhagsáætlun og eru gegnumstreymisverkefni. Það þýðir að fjármunir streyma í gegnum fyrirtækið en verða ekki nema að litlu leyti eftir til að borga rekstur eða laun innan RML.

Stærstu verkefnin af þessum toga eru erfðamengisúrval í nautgriparækt en RML gerði samning við Matís um greiningu á öllum sýnum en þeir peningar koma úr nautgriparæktarsamningi og sér RML um að greiða mánaðarlega skv. áætlun sýnagreiðslur til Matís. Hitt stóra verkefnið var riðuarfgerðagreiningar á sauðfé en allar greiningar sem voru niðurgreiddar af þróunarfé sauðfjárræktar fóru í gegnum RML.

Bæði þessi verkefni nefndi matvælaráðherra sem tvö af mikilvægustu nýsköpunarverkefnum landbúnaðarins í ræðu sinni nú á Búnaðarþingi.

Traustur fjárhagur RML var forsenda þess að hægt væri að reka verkefnin þar sem mikið af útlögðum kostnaði var greiddur af RML áður en hægt var að innheimta fyrir bæði styrki og hluta bænda af kostnaði. Reksturinn var að öðru leyti í ágætis jafnvægi og í samræmi við áætlanir.

Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og lítur ágætlega út fyrir þetta ár,“ segir Karvel.

Skylt efni: RML

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...