Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hættir að úða kókaakra
Fréttir 27. maí 2015

Hættir að úða kókaakra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Kólumbíu eru hætt að úða kókaakra úr lofti eða á jörðu með illgresiseitrinu Round up. Ástæðan er aukin tíðni veikinda hjá smábændun sem eru sögð tengjast efninu glífósat.

Samkvæmt nýrri skýrslu um kókaínframleiðslu í Kólumbíu hefur ræktun á kókarunnum aukist um 39% frá síðasta ári þar í landi. Á síðasta ári er áætlað að framleiðslan hafi verið 185 tonn en að hún verði 245 tonn á þessu.

Ein af þeim aðferðum sem stjórnvöld í Kólumbíu hafa beitt í baráttunni við kókaínframleiðslu í landinu er að úða kókaakra bænda með illgresiseitrinu Round up og hafa bandarísk stjórnvöld stutt þá aðgerð frá árinu 1994 með hátt í tveggja milljarða dollara fjárframlagi.

Undanfarin ár hafa stjórnvöld í Kólumbíu haft vaxandi áhyggjur af heilsufari bænda sem stunda ræktunina. Kókaræktun í Kólumbíu er nánast eingöngu í höndum smábænda og fjölskyldubúa sem fá lítið fyrir uppskeruna. Dreifingaraðilar og þeir sem græða mest á afurðum laufanna koma þar hvergi nálægt.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið frá sér skýrslu þar sem sagt er að rík tengsl séu á milli notkunar á glífósat í landbúnaði og krabbameina í fólki. Tilraunir sýna einnig að kókaplöntur hafi myndað þol gegn Round up og að úðun með því auki einungis samkeppnishæfni hennar við aðrar plöntur.

Juan Manuel Santos forseti segir að í framhaldi af því að hætt verði að úða akra smábænda og fjölskyldubýla verði lögð aukin áhersla á að handsama stóra dreifingaraðila og smyglara.

Skylt efni: Round Up | Kólumbía

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...