Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Haförn
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 12. desember 2022

Haförn

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Haförn, ótvíræður konungur íslenskra fugla. Stærsti og jafnframt sjaldgæfasti ránfugl landsins með yfir 2 metra vænghaf. Vængirnir eru breiðir, ferhyrndir og eru ystu flugfjaðrirnar vel aðskildar. Þetta gerir þá auðgreinda á flugi, jafnvel úr mikilli fjarlægð þar sem þeir svífa þöndum vængjum í leit að bráð.

Ernir verða ekki kynþroska fyrr en 4-5 ára gamlir og parast fyrir lífstíð. Falli annar makinn frá getur það tekið mörg ár að finna annan maka. Varp og ungatími er nokkuð seinlegt ferli hjá erninum. Varpið hefst í apríl og verpa þeir oftast einu eggi en stundum tveimur eða jafnvel þremur. Oft kemst þó ekki nema 1 ungi á legg og hjá sumum fuglum misferst varpið jafnvel alveg. Ungarnir eru 35-40 daga að klekjast úr. Fyrstu 5-6 vikurnar eru ungarnir alveg háðir því að foreldrarnir mati þá. Þeir verða síðan ekki fleygir fyrr en um 10 vikna gamlir. Íslenski haförninn var nánast útdauður um 1960 en þá voru ekki nema 20 pör eftir þrátt fyrir að hafa verið alfriðaður um 1913. Síðan þá hefur stofninn vaxið en vegna þess hversu seint þeir verða kynþroska og fáir ungar komast á legg ár hvert er vöxturinn mjög hægur. Nú í dag er stofninn um 80-90 pör og á fjórða hundrað fuglar en stór hluti þeirra eru ungfuglar.

Skylt efni: fuglinn

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...