Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bændablaðsins, bónda sem er af íslensku bergi brotinn.

Kjartan Poulsen, hálfíslenskur kúabóndi á Höjgaard á Jótlandi í Danmörku.

„Þessi bóndi heitir Kjartan Poulsen og móðir hans var frá Nýjabæ í Meðallandi. Kjartan lét lítið af sínum búskap á Höjgaard á Suðvestur-Jótlandi, með 500 kýr í lífrænum búskap, en sagði að stærstu kúabændur í Danmörku væru með um eða yfir 3.000 kýr. Ekki eru notaðir róbótar við lífrænan búskap, eftir því sem mér skildist. En mjaltabásinn er með 40 mjaltatækjum og vinna tveir í einu við mjaltir. Morgunmjaltir taka þrjá tíma, en kvöldmjaltir um þrjá og hálfan tíma. Kýrnar eru úti á beit frá því í apríllok og fram í október, eða eftir tíðarfari.“

Kýrnar hans Kjartans eru af Hostein-friesian kyni, bæði svartskjöldóttar og rauðskjöldóttar. „Fóðurs er aflað á um 1.000 hekturum og síðan þarf auðvitað mikið beitiland. Það takmarkar bústærðina að vera í lífrænum búskap. Kýr og kálfar virtust álíka ánægð með tilveruna, eins og á betri búum íslenskum. Að sumarlagi eru starfandi um 15 manns við búið.

Kjartan var fyrsti bóndi með lífrænan búskap sem varð formaður Landssambands danskra kúabænda. Sem barn og unglingur við sumardvöl í Kollsvík, tuttlaði ég aðeins eina belju kvölds og morgna og þótti nóg,“ segir Magnús.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...