Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Fréttir 10. nóvember 2022

Hálsbönd með GPS-stýringu halda aftur af beitardýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Álandseyjum er undirbúningur að tilraunarverkefni með beitarstýringu á nautgripum og sauðfé með nýjum aðferðum.

Í stað þess að halda aftur af húsdýrum með girðingum koma þar til gerð hálsbönd til sögu sem greina staðsetningu gripanna með GPS mælingum og gefa straum þegar farið er yfir „sýndargirðingar“.

Vinna er hafin við að fá undanþágu frá núverandi reglugerðum sem koma í veg fyrir notkun þessara hálsbanda. Virkni þeirra er þannig að bóndinn skilgreinir landamerki beitasvæðisins í forriti sem tengist við hálsböndin. Gripirnir með búnaðinn fá fyrst hljóðmerki þegar þeir nálgast landamæri sem þeir mega ekki fara yfir. Ef þeir snúa ekki við er þeim gefinn straumur sem er daufari en sá sem kemur úr rafmögnuðum smalaprikum. Frá þessu er greint í Landsbygdens Folk

Þessi aðferð til beitarstýringar er þegar heimil í Ástralíu, Stóra-Bretlandi og Noregi. Þar hefur sýnt sig að með þessu er mun auðveldara að nýta landsvæði til beitar án þess að þurfa að reisa girðingar. Þar með minnkar rask og vandalítið er að friða og opna beitarhólf eftir þörfum.

Tilraun til beitarstýringar af þessu tagi var framkvæmd í Gautlandi í sumar. Þar sýndi sig að skepnurnar lærðu að virða hljóðmerki hálsbandanna á fyrsta degi.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...