Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hámark sett á magn greiðslumarks mjólkur sem óskað er eftir
Mynd / smh
Fréttir 20. desember 2018

Hámark sett á magn greiðslumarks mjólkur sem óskað er eftir

Í dag undirritaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað, samkvæmt ákvæðum búvörusamninga frá 2016. Helsta breytingin felst í því að reglugerð um stuðning við nautgriparækt er nú kveðið á um þak á magn greiðslumarks sem að framleiðandi getur óskað eftir á hverjum markaði og miðast það nú við 100.000 lítra.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að eftirspurn eftir greiðslumarki í mjólk sé mikil og á síðustu mörkuðum hafi borist umsóknir um óraunhæft magn sem hefur gert það að verkum að minna var eftir af greiðslumarki fyrir þá sem að bjóða í það magn sem þeir raunverulega þurfa til að sinna starfsemi sinni. Jafnframt sé gerð sú breyting að innlausnardögum er fækkað og verða þeir nú þrír á ári. Hver framleiðandi getur því að hámarki óskað eftir 300.000 lítrum yfir árið. Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Landssambands kúabænda hafi lýst yfir stuðningi við þessa breytingu.

Endurskoðun reglugerðanna var unnin í ráðuneytinu í samstarfi við Búnaðarstofu Matvælastofnunar og Bændasamtök Íslands. Drög að reglugerðunum voru sendar til umsagnar til hagsmunaaðila í desember.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...