Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hámark sett á magn greiðslumarks mjólkur sem óskað er eftir
Mynd / smh
Fréttir 20. desember 2018

Hámark sett á magn greiðslumarks mjólkur sem óskað er eftir

Í dag undirritaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað, samkvæmt ákvæðum búvörusamninga frá 2016. Helsta breytingin felst í því að reglugerð um stuðning við nautgriparækt er nú kveðið á um þak á magn greiðslumarks sem að framleiðandi getur óskað eftir á hverjum markaði og miðast það nú við 100.000 lítra.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að eftirspurn eftir greiðslumarki í mjólk sé mikil og á síðustu mörkuðum hafi borist umsóknir um óraunhæft magn sem hefur gert það að verkum að minna var eftir af greiðslumarki fyrir þá sem að bjóða í það magn sem þeir raunverulega þurfa til að sinna starfsemi sinni. Jafnframt sé gerð sú breyting að innlausnardögum er fækkað og verða þeir nú þrír á ári. Hver framleiðandi getur því að hámarki óskað eftir 300.000 lítrum yfir árið. Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Landssambands kúabænda hafi lýst yfir stuðningi við þessa breytingu.

Endurskoðun reglugerðanna var unnin í ráðuneytinu í samstarfi við Búnaðarstofu Matvælastofnunar og Bændasamtök Íslands. Drög að reglugerðunum voru sendar til umsagnar til hagsmunaaðila í desember.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...