Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hátækni á Blönduósi
Fréttir 20. júní 2023

Hátækni á Blönduósi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Foodsmart Nordic er nýtt framleiðslufyrirtæki fæðubótarefna og hefur sérhannað húsnæði á Blönduósi undir vinnsluna.

Í fréttatilkynningu segir að framleiðsla á tilraunastigi sé hafin og hyggist forsvarsmenn fyrirtækisins, þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson, hefja formlega starfsemi í sumar. Að sögn þeirra er meginmarkmið Foodsmart Nordic að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði. Að baki félaginu standi öflugur hópur fjárfesta og þar af sumir með rætur á svæðinu. Rannsóknasetur félagsins er á Skagaströnd. Fæðubótarefnin eru framleidd úr íslensku sjávarfangi en rannsóknir hafa staðið yfir á m.a. kollageni, sæbjúgnadufti og fiskpróteinum úr íslenskum þorski.

Fjárfesting í fasteign að Ægisbraut 2 og tækjabúnaði nemur um eða yfir 500 m.kr. og stefnt að frekari stækkun þegar fyrirtækið hefur haslað sér völl. Áætlað er að framleiða um 150 tonn fullunninna afurða nú í fyrsta áfanga. Framleiðslan verður gæðavottuð til útflutnings.

Viðar segist vænta þess að Foodsmart Nordic auki fjölbreytni í atvinnulífinu á Blönduóssvæðinu. „Bein störf á svæðinu í tengslum við reksturinn verða um 15 á næstu 2-3 árum. Þá eru ótalin afleidd störf tengd núverandi uppbyggingu og svo viðskiptum til framtíðar, auk þess sem uppbygging nýsköpunarstarfsemi hefur jafnan hvetjandi áhrif á nærumhverfið,“ segir Viðar.

Skylt efni: Foodsmart Nordic

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...